Tækni­risinn Micros­oft í­huga mögu­leg kaup á sam­fé­lags­miðlinum TikTok í Banda­ríkjunum en fyrir­tækið greindi frá því í gær að for­stjóri fyrir­tækisins, Satya Nadella, hafi fundað með Donald Trump Banda­ríkja­for­seta um málið.

TikTok er nú í eigu kín­verska sprota­fyrir­tækisins Byt­eDance en yfir­völd í Banda­ríkjunum hafa síðast­liðnar vikur efast um öryggi for­ritsins sem hefur skapað enn frekari tog­streitu milli Banda­ríkjanna og Kína.

Trump hótaði í síðustu viku að hann kæmi til með að banna TikTok í Banda­ríkjunum þrátt fyrir að Micros­oft stæði enn í við­ræðum um kaup á for­ritinu.

Viðræðum ljúki fyrir 15. september

Reuters greindi frá því í gær að heimildarmenn hafi staðfest að Trump hafi fallist á að fresta banninu um 45 daga á meðan Microsoft kemst að niðurstöðu. Hvorki Microsoft né ByteDance vildu þó staðfesta að banninu hafi verið frestað.

Að því er kemur fram í til­kynningu Micros­oft munu við­ræður við Byt­eDance halda á­fram næstu vikur og er búist við að þeim ljúki eigi síður en 15. septem­ber næst­komandi. Ekki er þó full­yrt um að Micros­oft komi til með að festa kaup á for­ritinu.

„Á meðan þessu ferli stendur hlakkar Micros­oft til að halda á­fram sam­ræðum við ríkis­stjórn Banda­ríkjanna, þar á meðal við for­setann,“ segir í yfir­lýsingunni. Þá mun fyrir­tækið sjá til þess að ef kaupin gangi eftir verði miðillinn öruggari fyrir not­endur og að allar upp­lýsingar um not­endur í Banda­ríkjunum haldist innan Banda­ríkjanna.