Kjör­stjórnin í Michigan í Banda­ríkjunum hefur stað­fest sigur Joe Biden, fram­bjóðanda Demó­krata­flokksins í for­seta­kosningunum fyrr í mánuðinum.

Í kjör­stjórninni sitja tveir full­trúar Repúblikana­flokksins og tveir full­trúar Demó­krata­flokksins. Þrír stað­festu úr­slitin í at­kvæða­greiðslu en einn sat hjá. Þegar upp var staðið var munurinn í Michigan 154.000 at­kvæði, eða 2,8 prósentu­stig.

Áður höfðu full­trúar Repúblikana­flokksins freistað þess að fresta stað­festingu á niður­stöðu kosninganna um tvær vikur. Vildu þeir að að at­kvæði yrðu talin aftur í Wa­yne-sýslu, en í henni er borgin Detroit sem er sú lang­fjöl­mennasta í Michigan.

Þetta er enn eitt á­fallið fyrir Donald Trump sem leitað hefur ýmissa leiða til að grafa undan niður­stöðum for­seta­kosninganna þann 3. nóvember síðast­liðinn. Um helgina vísaði dómari í Penn­syl­vaníu frá kröfu Trumps um að ó­gilda milljónir póst­at­kvæða í ríkinu.