MG Marvel R Electric er tæplega 4.700 mm langur, rúmir 1.900 mm á breidd og 1.700 mm á hæð og mælist hjólhafið um 2.800 mm sem gerir farþegarýmið rúmgott fyrir farþega og farangur. Í afturhjóladrifnu útgáfunni er að auki 150 lítra farangurspláss undir hlífinni að framan. Þá er Marvel R Electric búinn 19,4 tommu snertiskjá fyrir afþreyingar- og upplýsingastjórnun og rúmlega 12 tommu stafrænu mælaborði.

Fjórhjóladrifin útgáfa MG Marvel R Electric er búin þremur rafmótorum; einum að framan og tveimur að aftan. Bíllinn er 288 hestöf l, drægi rafhlöðunnar er um 370 km og snerpan úr kyrrstöðu í 100 km/ klst. 4,9 sekúndur. Afturhjóladrifna útgáfa MG R Electric er búin tveimur rafmótorum við drifrásina að aftan. Bíllinn er 180 hestöfl, drægið um 402 km og snerpa úr kyrrstöðu í 100 km/klst. 7,9 sekúndur. Hámarkshraði MG Marvel R Electric er takmarkaður við 200 km/klst. óháð útfærslum.

Upplýsingaskjárinn í miðjustokk Marvel R er 19,4 tommur.

Í MG Marvel R Electric er 70 kWst rafhlaða sem unnt er að hlaða úr 5% í 80% á aðeins 43 mínútum. Þá er bíllinn búinn svokölluðu vehicle-to-load rafkerfi sem leyfir meðal annars tengingu við annað og ótengt rafkerfi, til dæmis til að knýja loftdælu eða hlaða fartölvu eða rafskutlu. MG Marvel R Electric er búinn sívirkum nútíma öryggisbúnaði, m.a. MG Pilot-kerfinu sem inniheldur fjórtán mismunandi öryggiskerfi sem vara við aðsteðjandi eða mögulegum hættum í umferðinni. Þá er dráttargeta jepplingsins allt að 750 kg sem hentar léttum kerrum eða tjaldvögnum.