Bíllinn er fyrsti bíll MG á nýjum, skalanlegum rafbílaundirvagni sem kallast MSP. Mun hann verða notaður á rafbíla MG í náinni framtíð. Bíllinn er 4.287 mm langur og er talsvert öðruvísi en aðrir MG-bílar í útliti. Að sögn MG verður rafhlaðan aðeins 110 mm að þykkt og verða tvær stærðir í boði, 51 og 64 kWst, sem gefa allt að 450 km drægi. Tvær aflútgáfur verða í boði, 167 og 201 hestöfl, en bíllinn mun ekki koma með fjórhjóladrifi til að byrja með þótt undirvagn bjóði upp á það.