Áætlað er að MG HS komi á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021. MG mun í desember veita frekari upplýsingar um þennan nýja tengiltvinnknúna sportjeppling samhliða áætlunum um tímsetningu markaðskynningar hans í Evrópu, sem verður mismunandi eftir löndum. Að sögn Hlyns Hjartarsonar hjá BL er HS væntanlegur til landsins í janúar á næsta ári en verð á HS verða kynnt í desember. Sama dag frumsýndi MG einnig MG 5 sem er rafdrifinn langbakur. Í grunninn er hann sami bíll og Roewe Ei5 sem er aðeins framleiddur fyrir Kínamarkað en þessi verður aðeins í boði í Bretlandi til að byrja með. Það getur þó breyst eitthvað þegar líður á árið en það er þó ekki staðfest ennþá. Hann er með 52,5 kWst rafhlöðu og rafmótor fyrir framhjólin sem skilar 154 hestöflum og 260 newtonmetra togi. Upptakið í hundraðið er 7,7 sekúndur og drægnin 345 km samkvæmt WLTP staðlinum. Bíllinn mun vera rúmgóður og er farangursrýmið 578 lítrar sem dæmi. Næsti bíll frá MG verður svo rafdrifinn sportbíll í anda MG með fjórhjóladrifi en hans er að vænta seint á næsta ári.