Yfir­völd í Mexíkó vinna nú að því að loka landa­mærum landsins við Arizona í Banda­ríkjunum, eftir að mikla fjölgun í kórónu­veiru­smitum við landa­mæri landsins. Í­búar í bænum Sonoyta, sem liggur við landa­mæri Banda­ríkjanna, gripu til eigin ráða í gær og settu upp vega­tálma til að hindra komu Banda­rískra ferða­manna til landsins.

Þetta kemur fram í frétt The Hill, en Newswe­ek sagði fyrst frá.

Í­búar Sonoyta notuðu bíla sína til að loka veginum sem liggur frá Lukevil­le Arizona til Mexíkó. Bæjar­stjóri Sonoyta, José Ramos Arzate, gaf út yfir­lýsingu í gær þar sem hann sagði Banda­ríkja­mönnum að halda sig frá bænum nema þeir væru í „nauð­syn­legum erinda­gjörðum.“

„Sam­einað Sonoyta verður aldrei sigrað“

Mót­mælin eru skipu­lögð af hóp sem gengur undir nafninu „Sonoyta Unido Jamás Será Vencido“ sem þýðist sem „Sam­einað Sonoyta verður aldrei sigrað“

„Á hverjum degi deyr fólk úr CO­VID-19 því við vorum ekki til­búin fyrir þetta,“ segir Car­los Edu­ar­do Chá­vez Jacqu­ez, einn skipu­leggj­enda mót­mælanna í sam­tali við Newswe­ek. „Já, ég styð ferða­þjónustuna og ég vill að fólk komi til Mexikó, sjái hversu fal­legt landið er og njóti menningarinnar, en af hverju að koma hingað á CO­VID-19 tímum?“ segir hann enn fremur.

Í frétta­flutningi Newswe­ek kemur fram að fyrir þjóð­há­tíðar­dag Banda­ríkjanna, 4. júlí, á­kvað utan­ríkis­ráðu­neyti Mexikó að allir ferða­menn frá Banda­ríkjunum til landsins yrðu skimaðir.

Heil­brigðis­ráð­herra Mexíkó til­kynnti í vikunni að landið er í miklu basli við að stöðva út­breiðslu veirunnar í landinu og hefur nýjum smitum fjölgað til muna, rétt eins og í Banda­ríkjunum.

Þau svæði Mexíkó sem hafa verið að sjá mikla fjölgun í nýjum smitum eru við landa­mæri Banda­ríkjanna.