Mette Frederik­sen for­sætis­ráð­herra Dan­merkur mun fara á fund Margrétar Dana­drottningar klukkan 11 í dag til að til­kynna henni niður­stöður al­þingis­kosninganna sem fóru fram í gær.

Vinstri-miðju­flokkar tryggðu sér í kosningunum og er Metta Frederik­sen í dönskum miðlum titluð sem sigur­vegari kosninganna en kosninga­banda­lag hennar, Rauða blokkinn, tryggði sér alls 90 sæti af 197 sætum, þar af tvö þing­sæti í Græn­landi og eitt í Fær­eyjum.

Gert er ráð fyrir því að hún haldi um­boðinu sínu til að mynda nýja ríkis­stjórn. Flokkur Mette, Sósíal­demó­kratarnir, fékk þvert á spár sína bestu kosningu í ára­tugi og er alls með 27,5 prósent at­kvæða og er þannig stærsti flokkurinn á Fol­ketin­get, þingi Dana.

Frederik­sen neyddist til að halda kosningar í kjöl­far nýrrar skýrslu um minkaskandalinn svo­kallaða. Allir minkar landsins voru af­lífaðir í miðjum heims­far­aldri en sam­kvæmt nýrri skýrslu um málið var enginn laga­legur grund­völlur fyrir því að af­lífa minkana. Þrátt fyrir að Frederik­sen sé ekki talin hafa vitað að enginn laga­legur grund­völlur hafi verið fyrir því að af­lífa minkana hefur málið verið henni og ríkis­stjórn hennar erfitt.

Niður­stöður kosninganna sýna einnig að nú eru Móderatarnir, flokkur Lars Lokke Rasmus­sen, þriðji stærsti flokkurinn í Dan­mörku sem er talinn nokkur sigur fyrir flokkinn, sem er nýr.

Hér á vef DR er hægt að kynna sér niðurstöðurnar betur.