Mikil úr­koma fylgdi ó­veðrinu sem gekk yfir landi í gær og í nótt og vöknuðu Mý­vetningar margir við háa snjó­skafla. Birgir Örn Höskulds­son veður­fræðingur hjá Veður­stofunni segir það ekki ó­vana­legt að það snjói á þessu tíma árs en að magnið hafi verið ó­vana­legt. Hann segir að það séu ekki margar mælingar enn komnar inn og að það séu að ein­hverju leyti ó­á­reiðan­legar vegna mikils vinds og því sé ekki mikið jafn­fallið og tölu­vert um skafla.

Þær mælingar sem voru komnar inn, við Gríms­staði á fjöllum og í Bárðar­dal var al­hvítt og um tíu senti­metrar af snjó.

Hann segir að veður­spáin hafi að miklu gengið eftir en að úr­koman sé erfið til mælinga í miklum vindi því úr­koman er van­metin. „Það var mikil úr­koma en ó­vissan í veðrinu voru á­hrifin sem það myndi hafa á inn­viði og það kemur væntan­lega í ljós í dag hvernig það var.“

Komast ekki langt á fólksbílnum

Margrét Bóas­dóttir er stödd í Mý­vatns­sveit og birti í gær bæði myndir og mynd­skeið af snjó og vindi.

„Mynd­bandið var tekið í gær. Það er að lægja en það er rosa­legur snjór. Bíllinn er kominn á kaf. Við sjáum bara hvíta þúfu fyrir utan dyrnar,“ segir Margrét og hlær létt.

Hún segir að það hafi verið mjög hvasst í gær og að þau komist lík­lega ekki langt á fólks­bílnum sínum í dag. Hún segir að það sé þú búið að ryðja en þau ætli að sjá hvernig staðan verður á morgun þegar þau höfðu planað að fara heim en hún er í heim­sókn í sveitinni.

„Það sem bjargaði okkur hérna var að fyrir nokkrum árum brotnuðu allar raf­magns­línur í miklu ó­veðri og þá var það lagt í jörð. Þess vegna fór það ekki hjá okkur og engin hætta lengur á raf­magns­veseni,“ segir hún.

Hér að ofan og neðan má sjá myndir og mynd­band sem Margrét birti.

„Við tökum þessu með æðru­leysi. Við erum í heim­sókn á bernsku­heimili mínu. Það er dá­sam­legt og það væsir ekki um okkur,“ segir hún að lokum.

Það var ekki hægt að sjá út um gluggana hjá Margréti.
Mynd/Aðsend

Mikið magn í október

Kolla Ívars­dóttir er bú­sett í Mý­vatns­sveit og vaknaði einnig við sama raun­veru­leika.

„Þetta er að mestu upp við húsið en af­leggjarinn að heimilinu er 2,5 kíló­metrar og það eru svona skaflar þar,“ segir Kolla.

Hún hélt að skaflinn upp við húsið væri í kringum einn metri eða 1,20 og sagði stöðuna líka vera þannig inni í Reykja­hlíð þar sem hún er að vinna.

„Snjórinn er saman­þjappaður. Bílarnir voru brynjaðir af í klaka og maður þurfti að berja í hurðar­föl­sin til að ná að opna hann,“ segir hún og að hitastig hafi verið við frostmark.

„Þetta er svo mikið magn á stuttum tíma. Það er bara byrjun októ­ber þannig þetta er dá­lítið mikið,“ segir hún spurð hvort þetta sé snemmt fyrir snjóinn á svæðinu.

Háir snjóskaflar.
Mynd/Aðsend