Í dag lauk þriggja daga al­þjóð­legri ráð­stefnu um á­hrif #met­oo bylgjunnar. Ráð­stefnunni lauk með um­fjöllun um Norður­löndin og fram­tíð hreyfingarinnar. Þar stigu um tuttugu konur á svið og deildu stuttum hug­leiðingum um fram­hald #met­oo. Að því loknu tók hljóm­sveitin Reykja­víkur­dætur við sviðinu áður en ráð­stefnunni var form­lega slitið.

Alls tóku um átta­tíu fyrir­lesarar þátt í ráð­stefnunni og gestir voru alls tæp­lega 800 talsins. Í til­kynningu frá for­sætis­ráðu­neytinu kemur fram að um hafi verið að ræða eina viða­mesta ráð­stefna um á­hrif #met­oo sem haldin hefur verið í heiminum.

„Við bindum vonir við að þessi ráð­stefna verði til þess að við­halda slag­krafti #met­oo-hreyfingarinnar, bæði hér heima og al­þjóð­lega. Við drögum af ráð­stefnunni fjöl­marga lær­dóma, ekki síst þann að ef við viljum sjá árangur af að­gerðum okkar, verðum við að tryggja að veru­leiki allra kvenna sam­fé­lagsins sé endur­speglaður í stefnu­mótun í hví­vetna,“ sagði Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, í til­kynningunni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa skynjað mikinn samhug meðal norrænna kollega sinna.
Fréttablaðið/Anton Brink

Eigum enn langt í land

Hún sagði einnig að þrátt fyrir að Norður­löndin séu al­mennt talin standa sig vel að vígi þá hafi #met­oo bylgjan sýnt svart á hvítu að við eigum enn langt í land.

„Norður­löndin þykja al­mennt standa vel að vígi í jafn­réttis­málum en #met­oo bylgjan sýndi svart á hvítu hvað við eigum enn langt í land og ef við tökumst ekki á við aðrar mis­mununar­breytur sam­hliða kyni mun okkur ekki takast vel til. Ég skynjaði mikinn sam­hug meðal nor­rænna kollega minna hvað þetta varðar. En þetta er auð­vitað sam­fé­lags­legt við­fangs­efni og við þurfum hvert og eitt að leggja okkar lóð á vogar­skálarnar,“ sagði Katrín.

Ráð­stefnan var liður í for­mennsku Ís­lands í Nor­rænu ráð­herra­nefndinni og var skipu­lögð í sam­vinnu við RIKK – rann­sókna­stofnun í jafn­réttis­fræðum við Há­skóla Ís­lands.