Alls voru 456 við­varanir gefnar út frá Veður­stofu Ís­lands á árinu 2022. Gular við­varanir voru 372 talsins, appel­sínu­gular 74 og rauðar við­varanir voru 10.

Það kom fram í til­kynningu frá Veður­stofu Ís­lands í gær­kvöldi en frá því að nýtt við­vörunar­kerfi var tekið í notkun á Veður­stofu Ís­lands í nóvember 2017 hafa aldrei verið gefnar út jafn margar appel­sínu­gular og rauðar við­varanir á einu ári.

Fjöldi veðurviðvarana
Mynd/Veðurstofa Íslands

Dreifing við­varananna var mis­jöfn eftir spásvæðum en flestar þeirra voru gefnar út á Suður­landi og Suð­austur­landi. Fæstar voru gefnar út á Austur­landi að Glettingi.

Þær tíu rauðar við­varanir sem voru gefnar út dreifðust á sjö spá­svæði en alls eru svæðin tíu.

Þann 7. febrúar 2022 voru í gildi rauðar við­varanir fyrir höfuð­borgar­svæðið, Faxa­flóa og á Suður­land vegna hríðar­veðurs.

21. febrúar 2022 voru í gildi rauðar við­varanir á sömu spásvæðum vegna vinds.

Rauð við­vörun vegna vinds var í gildi fyrir Aust­firði 25. septem­ber 2022, en 9. októ­ber voru rauðar við­varanir í gildi fyrir Norður­land eystra og Austur­land að Glettingi vegna hríðar, en á Suð­austur­landi vegna vinds.

Viðvaranir 24. september í fyrra.
Mynd/Veðurstofa Íslands