Met­fjöldi þátt­tak­enda hefur skráð sig í inn­töku­próf í læknis­fræði og sjúkra­þjálfunar­fræði við Lækna­deild Há­skóla Ís­lands sem fer fram dagana 11. og 12. júní, eða sam­tals 443. Það eru rúm­lega 20 fleiri en í fyrra og tæp­lega hundrað fleiri en í hitt­eð­fyrra. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Há­skóla Ís­lands.

Alls munu 344 þreyta inn­töku­próf í læknis­fræði og fjölgar þeim um 21 milli ára. Þá sækja 99 manns um inn­töku í sjúkra­þjálfunar­fræði eða einum fleiri en í fyrra. Sama próf er lagt fyrir alla þátt­tak­endur og þeir sem standa sig best á prófinu eiga kost á að hefja nám.

Fjöldi þeirra sem hefur nám miðast við af­kasta­getu sjúkra­húsanna við verk­lega þjálfun nem­enda. Í læknis­fræði verða nú teknir inn 60 nem­endur og í sjúkra­þjálfunar­fræði er fjöldinn sá sami og verið hefur undan­farin ár, eða 35 nem­endur.

Inn­töku­prófið hefur um ára­bil farið fram í hús­næði Mennta­skólans við Hamra­hlíð en vegna fram­kvæmda þar fer prófið að þessu sinni fram í húsa­kynnum Há­skóla Ís­lands. Inn­töku­prófið tekur tvo daga líkt og áður og saman­stendur af sex tveggja tíma próflotum.

Þess má geta að þeir sem fara í prófið en komast ekki inn í Lækna­deild geta skráð sig í aðrar deildir Há­skóla Ís­lands fram til 20. júlí.