Metfjöldi þorskseiða mælist nú í Eystrasalti að sögn Kaupmannahafnarháskóla.
Hefur danska ríkisútvarpið eftir sérfræðingi að magn þorskseiða milli fjögurra og tólf sentímetra að stærð sé nú tífalt meira en á sama tíma í fyrra.
Þá hafi mælingarnar þess utan sýnt óvenju mikið magn af seiðum.
Þetta sé öldungis frábær þróun í ljósi þess hversu þorskstofninn í Eystrasalti var í slæmu ásigkomulagi.