Röðin í sýnatöku á Suðurlandsbraut er löng þessa stundina. Metfjöldi Covid-smita greindist í gær, þegar 1856 manns greindust smitaðir. Þetta eru rúmlega 600 fleiri smit en á fimmtudag og í fyrsta skipti sem fleiri en 1600 smit greinast hér á landi.

Fyrra metið er frá 26. janúar þegar 1569 innanlandssmit greindust á einum degi.

Sem stendur er nýgengi innanlandssmita 5.001.