Metfjöldi kórónuveirusmita greindist í gær í Flórída og hefur ríkið nú farið fram fyrir New York hvað varðar flest greind smit á einum degi í Bandaríkjunum. CNN greinir frá.

Í gær voru 11.458 ný kórónaveirusmit greind í Flórída sem er mesti fjöldi smita á einum degi. Áður voru flest greind smit 11.434 í New York þann 15. apríl síðastliðinn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Johns Hopkins-háskóla.

Þá var tilkynnt um átjan dauðsföll af völdum veirunnar í Flórída í gær.

Yfir 190 þúsund einstaklingar hafa smitast af veirunni og fleiri en 3.700 látið lífið í ríkinu.

Dauðsföll af völdum COVID-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, eru orðin fleiri en 132.000 í Bandaríkjunum. Hvergi ann­ars staðar í heim­in­um hafa fleiri látið lífið af völd­um veirunn­ar.