Þor­björg Þor­valds­dótt­ir, for­mað­ur Sam­tak­ann­a ´78, seg­ir að það sé sög­u­legt að það séu minnst fjór­ir op­in­ber­leg­a hin­seg­in þing­menn og tel­ur að það sé met. Hlut­fall hin­seg­in þing­mann­a á þing­i er þá 6,3 prós­ent miðað við stöðuna eins og hún er núna, fyrir endurtalningu í Suðurkjördæmi.

Hlut­fall­ið breytt­ist þeg­ar at­kvæð­i voru end­ur­tal­in í Norð­vest­ur­kjör­dæm­i. Þá breytt­ist sam­setn­ing þing­mann­a og fjórð­i hin­seg­in þing­mað­ur­inn datt inn á þing, Orri Páll Jóh­anns­son í Vinstr­i græn­um.

„Ég þori ekki að full­yrð­a um það en ég tel það nokk­uð ör­uggt að það hafi aldr­ei ver­ið jafn marg­ir op­in­ber­leg­a hin­seg­in á þing­i,“ seg­ir Þor­björg.

Þorbjörg er formaður Samtakanna ´78.

Þekkja veruleika hinsegin fólks

Hún seg­ir að það skipt­i máli að hafa fyr­ir­mynd­ir og tel­ur að þett­a sýni að stjórn­mál­a­flokk­arn­ir hugs­i um það að setj­a hin­seg­in fólk efst á list­a.

„Það var fjöld­i hin­seg­in fólks á list­a en ekki nógu of­ar­leg­a til að kom­ast inn,“ seg­ir Þor­björg en þing­menn­irn­ir sem um ræð­ir eru þau Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son, um­hverf­is­ráð­herr­a og odd­vit­i vinstr­i grænn­a í Suð­vest­ur­kjör­dæm­i. Jó­dís Skúl­a­dótt­ir sem var í þriðj­a sæti sama flokks í Norð­aust­ur­kjör­dæm­i, Orri Páll Jóh­anns­son sem var í öðru sæti í Reykj­a­vík­ur­kjör­dæm­i norð­ur hjá VG og svo sú fjór­a Hann­a Katr­ín Frið­riks­son sem leidd­i list­a Við­reisn­ar í Reykj­a­vík­ur­kjör­dæm­i suð­ur.

„Öll svon­a skref skipt­a máli og sýn­i­leik­i hin­seg­in fólks inni á þing­in­u skipt­ir máli. Það er mik­il­vægt að hafa fólk þar sem þekk­ir ver­u­leik­a hin­seg­in fólks af eig­in reynsl­u,“ seg­ir Þor­björg að lok­um.

Raddir hinsegin fólks við borðið

Jó­dís Skúl­a­dótt­ir, þriðj­i þing­mað­ur Vinstr­i grænn­a í Norð­aust­ur­kjör­dæm­i, fagnar því að svo margir hinsegin þingmenn séu á þingi, eins og staðan er núna.

„Það var geggj­uð nið­ur­stað­a að kon­ur væru í meir­i­hlut­a í gær, þó að það hafi breyst, en þett­a er ein­mitt líka gríð­ar­leg­a mik­il­vægt og fjöl­breyt­i­leik­i þing­mann­a. Að við séum af öll­um kynj­um, stétt­um, alls­kon­ar upp­run­a, því við erum í vinn­u hjá þjóð­inn­i sem er sam­sett af gríð­ar­leg­a ó­lík­um hóp­um,“ seg­ir Jó­dís

„Ég held að þett­a sé gríð­ar­leg­a mik­il­vægt og að radd­ir hin­seg­in fólks séu raun­ver­u­leg­a við borð­ið þeg­ar ver­ið er að taka á­kvarð­an­ir og leggj­a lín­urn­ar í þeim mál­a­flokk­i.“

Þrír þing­mann­ann­a eru úr flokk­i VG og Jó­dís seg­ir það segj­a mik­ið um flokk­inn sjálf­an.

„Við erum flokk­ur fjöl­breyt­i­leik­ans og kom­um úr öll­um átt­um og stétt­um og eru alls­kon­ar. Sem er okk­ar dýr­mæt­ast­i mann­auð­ur,“ seg­ir hún að lok­um.