Fyrir utan þrjár hitabylgjur sem gengið hafa yfir Frakkland í sumar hefur úrkomuleysi gert það að verkum að þar eru nú mestu þurrkar sem sögur fara af í landinu.

„Ástandið gæti haldist óbreytt eða versnað á næstu vikum,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu Elisabeth Borne, nýjum forsætisráðherra landsins.

Hún hefur ákveðið að skipa neyðarnefnd sem vinnur þvert á landshluta og hvetur alla til að fara sparlega með vatn.