Skjálfta­virkni er enn mikil á Reykja­nesi en frá mið­nætti og til klukkan sex í morgun mældust um 700 jarð­skjálftar. Mesta virknin er bundin við Fagra­dals­fjall.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá náttúru­vá­r­sér­fræðingum Veður­stofu Ís­lands. Í gær mældust tæp­lega 2.800 jarð­skjálftar en í heildina hafa rúm­lega 22.000 skjálftar mælst síðan hrinan hófst.

Enginn órói hefur mælst en skjálfta­virkni er á­fram mikil sem fyrr segir.

Sex jarð­skjálftar í nótt mældust 3,0 eða stærri. Sá stærsti varð klukkan rétt rúm­lega fjögur í nótt og var hann 3,7 að stærð. Upp­tök hans voru við Fagra­dals­fjall á 5,6 kíló­metra dýpi.