Ei­ríkur Berg­mann, stjórn­mála­fræðingur, segir að það sé ansi mikið rými til veru­legra breytinga sam­kvæmt nýjustu könnunum á stöðu stjórn­mála­flokkanna fyrir kosningar á laugar­daginn. Þrátt fyrir að kosninga­bar­áttan hafi verið heldur dauf stefnir í mest spennandi kosninga­úr­slit á Ís­landi í langan tíma.

Sam­kvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Frétta­blaðið tapar Sjálf­stæðis­flokkurinn og Vinstri grænir enn fylgi. Ei­ríkur segir að það sé ekki auð­velt að setja fingurinn ná­kvæm­leg á þær hreyfingar sem eru í gangi en það var alltaf fyrir­séð að VG myndi tapa fylgi.

„Það sem er á­huga­verðast þar er að flokkurinn hefur tapað fleiri kjós­endum en kusu hann síðast heldur en fram kemur í könnunum. Það er vegna þess að hann hefur laðað til sín marga nýja kjós­endur líka,“ segir Ei­ríkur.

„Fram­sóknar­flokkurinn eini sem er að bæta við sig fylgi af stjórnar­flokkunum þremur og virðist dafna vel í þessu sam­starfi,“ bætir hann við.

Heimild: Prósent

„Sjálfstæðisflokkurinn samt sem áður lang­stærsti flokkurinn“

Að mati Ei­ríks er fylgis­tap Sjálf­stæðis­flokksins flóknara mál.

„Ég er ekki viss um að það séu mjög margir að refsa honum fyrir stjórnar­setuna ég sé það ekki þannig. Ég held miklu frekar að þetta sé nánast náttúru­lög­mál í ís­lenskri pólitík núna að stærð flokka er al­mennt að minnka og þeim er að fjölga,“ segir Ei­ríkur bætir við að sú þróun heldur ein­fald­lega bara á­fram.

„Við megum heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir þetta minnkandi fylgi Sjálf­stæðis­flokksins þá er hann samt sem áður lang­stærsti flokkur landsins. Það er stað­reynd sem skiptir ekki síður máli þegar maður reynir að meta þetta eitt­hvað,“ segir Ei­ríkur.

„Það er ekki hægt að skoða fylgis­minnkun Sjálf­stæðis­flokksins í ein­hvers­konar ein­angrun og burt­séð frá þeim breytingum sem eru að verða á flokka­kerfinu sem slíku. Það er á­huga­verðasta breytingin í þessum könnunum núna og virðist ætla verða í þessum kosningum að sú þróun sem við höfum séð sú þróun sem við höfum séð sem breytingar á flokka­kerfinu er að festast í sessi ef­laust til fram­búðar.“

„Ansi mikið rými til veru­legra breytinga“

Spurður um hreyfingar á fylgi á loka­metrunum, segir Ei­ríkur að stórir hluta gerst á næstu dögum.

„Ég myndi segja það sé ansi mikið rými til veru­legra breytinga ekki síst vegna þess hvað flokkarnir eru orðnir margir. Þá geta litlar fylgis­breytingar um­turnað stöðu flokkanna. Smá­vægi­legar breytingar núna geta haft af­drifa­meiri á­hrif en oftast áður. Það eru fjöldi flokka sem eru að mælast við eða rétt yfir þröskuldi jöfnunar­sætanna þessum fimm prósent þröskuldi. Ör­litlar fylgis­breytingar geta gjör­sam­lega gjör­breytt þeirri stöðu hvernig flokkar fá út­hlutað þing­sætum,“ segir Ei­ríkur.

Mið­flokkurinn, Flokkur fólksins og Sósíal­ista­flokkurinn mælist allir rétt yfir 5 prósent þröskuldinum í nýjustu könnun Prósent. Mið­flokkurinn mælist með 6,6 prósent fylgi, Flokkur fólksins með 5,2 prósent og Sósíal­istar með 6,9 prósent.

Baráttan dauf en kosningarnar spennandi

Spurður um hvað gerist ef þessir flokkar detta út af þingi, segir Ei­ríkur að þá yrðu fleiri jöfnunar­sæti til dreifingar á hina flokkanna.

„Þá myndi kerfið halda og flokkarnir myndu fá út­deilt jöfnunar­sætum í sam­ræmi við það að geta leið­rétt skekkju kosninga­kerfisins. En það stefnir mjög margt í það ef að allir þessir flokkar eru inni höfum við ekki nægi­leg jöfnunar­sæti til þess að leið­rétta þá skekkju og þá er það nú yfir­leitt Sjálf­stæðis­flokkur eða Fram­sóknar­flokkur sem græða á því,“ segir Ei­ríkur.

„Ég myndi segja að þrátt fyrir kannski um sumt dauf­legri kosninga­bar­áttu en oft áður þá erum við lík­legast stödd í mest spennandi kosningum á Ís­landi í langan tíma. Þetta eru mest spennandi kosningar sem við höfum fengið í langan tíma þrátt fyri dauf­legri bar­áttu,“ segir Ei­ríkur að lokum.