Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, segir að það sé ansi mikið rými til verulegra breytinga samkvæmt nýjustu könnunum á stöðu stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar á laugardaginn. Þrátt fyrir að kosningabaráttan hafi verið heldur dauf stefnir í mest spennandi kosningaúrslit á Íslandi í langan tíma.
Samkvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið tapar Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri grænir enn fylgi. Eiríkur segir að það sé ekki auðvelt að setja fingurinn nákvæmleg á þær hreyfingar sem eru í gangi en það var alltaf fyrirséð að VG myndi tapa fylgi.
„Það sem er áhugaverðast þar er að flokkurinn hefur tapað fleiri kjósendum en kusu hann síðast heldur en fram kemur í könnunum. Það er vegna þess að hann hefur laðað til sín marga nýja kjósendur líka,“ segir Eiríkur.
„Framsóknarflokkurinn eini sem er að bæta við sig fylgi af stjórnarflokkunum þremur og virðist dafna vel í þessu samstarfi,“ bætir hann við.

„Sjálfstæðisflokkurinn samt sem áður langstærsti flokkurinn“
Að mati Eiríks er fylgistap Sjálfstæðisflokksins flóknara mál.
„Ég er ekki viss um að það séu mjög margir að refsa honum fyrir stjórnarsetuna ég sé það ekki þannig. Ég held miklu frekar að þetta sé nánast náttúrulögmál í íslenskri pólitík núna að stærð flokka er almennt að minnka og þeim er að fjölga,“ segir Eiríkur bætir við að sú þróun heldur einfaldlega bara áfram.
„Við megum heldur ekki gleyma því að þrátt fyrir þetta minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokksins þá er hann samt sem áður langstærsti flokkur landsins. Það er staðreynd sem skiptir ekki síður máli þegar maður reynir að meta þetta eitthvað,“ segir Eiríkur.
„Það er ekki hægt að skoða fylgisminnkun Sjálfstæðisflokksins í einhverskonar einangrun og burtséð frá þeim breytingum sem eru að verða á flokkakerfinu sem slíku. Það er áhugaverðasta breytingin í þessum könnunum núna og virðist ætla verða í þessum kosningum að sú þróun sem við höfum séð sú þróun sem við höfum séð sem breytingar á flokkakerfinu er að festast í sessi eflaust til frambúðar.“
„Ansi mikið rými til verulegra breytinga“
Spurður um hreyfingar á fylgi á lokametrunum, segir Eiríkur að stórir hluta gerst á næstu dögum.
„Ég myndi segja það sé ansi mikið rými til verulegra breytinga ekki síst vegna þess hvað flokkarnir eru orðnir margir. Þá geta litlar fylgisbreytingar umturnað stöðu flokkanna. Smávægilegar breytingar núna geta haft afdrifameiri áhrif en oftast áður. Það eru fjöldi flokka sem eru að mælast við eða rétt yfir þröskuldi jöfnunarsætanna þessum fimm prósent þröskuldi. Örlitlar fylgisbreytingar geta gjörsamlega gjörbreytt þeirri stöðu hvernig flokkar fá úthlutað þingsætum,“ segir Eiríkur.
Miðflokkurinn, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn mælist allir rétt yfir 5 prósent þröskuldinum í nýjustu könnun Prósent. Miðflokkurinn mælist með 6,6 prósent fylgi, Flokkur fólksins með 5,2 prósent og Sósíalistar með 6,9 prósent.
Baráttan dauf en kosningarnar spennandi
Spurður um hvað gerist ef þessir flokkar detta út af þingi, segir Eiríkur að þá yrðu fleiri jöfnunarsæti til dreifingar á hina flokkanna.
„Þá myndi kerfið halda og flokkarnir myndu fá útdeilt jöfnunarsætum í samræmi við það að geta leiðrétt skekkju kosningakerfisins. En það stefnir mjög margt í það ef að allir þessir flokkar eru inni höfum við ekki nægileg jöfnunarsæti til þess að leiðrétta þá skekkju og þá er það nú yfirleitt Sjálfstæðisflokkur eða Framsóknarflokkur sem græða á því,“ segir Eiríkur.
„Ég myndi segja að þrátt fyrir kannski um sumt dauflegri kosningabaráttu en oft áður þá erum við líklegast stödd í mest spennandi kosningum á Íslandi í langan tíma. Þetta eru mest spennandi kosningar sem við höfum fengið í langan tíma þrátt fyri dauflegri baráttu,“ segir Eiríkur að lokum.