Nýjasta úitgáfan kom á síðasta ári og kostar hérlendis frá 4.450.000 kr og býður uppá næstum 400 km drægi. Við tilkomu hennar byrjaði boltinn fyrst að rúlla fyrir alvöru og söluaukningin á fyrri hluta ársins nam næstum 50%. Á fyrstu sex mánuðum ársins hafa 37.540 Renault Zoe verið seldir sem gerir hann að vinsælasta rafbíl Evrópu. Í júní voru hvorki meira né minna en 11.000 Zoe bílar pantaðir. Þeir bílar sem koma næstir eru tesla Model 3, VW Golf-e og Nissan Leaf. En hvað veldur þessari góðu sölu? Það er ekki síst að þakka styrkjum stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi við kaup á rafbílum. Í Frakklandi nemur styrkurinn allt að 7.000 evrum og mögulega bætast 5.000 evrur við ef viðkomandi losar sig við mengunarríkan bíl í leiðinni. Í Þýskalandi nema styrkir allt að 9.000 evrum. COVID-19 faraldurinn hefur líka breytt hugsunagangi bílakaupenda sem horfa nú í auknum mæli til bíla sem menga minna.