Lagið Stundum snýst heimurinn gegn þér sem Bragi Bergsson flytur í Söngvakeppninni 2023 hefur fengið mesta hlustun á Youtube frá því að lögin tíu voru opinberuð í gærkvöldi.
Öll tíu lögin sem valin voru í þátttöku í Söngvakeppninni 2023 og freista þess að verða framlag Íslands í Eurovision í Liverpool í maí hafa verið birt á vef RÚV.
Líkt og undanfarin ár verða haldin tvö undankvöld, 18. febrúar og 25. febrúar, og keppa fimm lög hvort kvöld um pláss í úrslitunum sem fara fram 4. mars.
Lögin fimm sem keppa í undanúrslitum þann 18. febrúar eru eftirfarandi:
Stundum snýst heimurinn gegn þér / Sometimes the World´s Against You
Flytjandi: BRAGI
Lag: Bragi Bergsson, Joy Deb, Rasmus Palmgren og Aniela Eklund
Íslenskur texti: Bragi Bergsson
Enskur texti: Bragi Bergsson og Aniela Eklund
Glötuð ást / Loose this dream
Flytjandi: MÓA
Lag: Móeiður Júníusdóttir
Íslenskur texti: Móeiður Júníusdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir
Enskur texti: Móeiður Júníusdóttir
Þora / Brave Face
Flytjandi: Benedikt
Lag: Benedikt Gylfason og Hildur Kristín Stefánsdóttir
Íslenskur texti: Benedikt Gylfason, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Una Torfadóttir
Enskur texti: Benedikt Gylfason og Hildur Kristín Stefánsdóttir
Dómsdagsdans / Doomsday Dancing
Flytjandi: Celebs
Lag og texti: Celebs
Lifandi inni í mér / Power
Flytjandi: Diljá
Lag og texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Diljá Pétursdóttir
Lögin sem keppa í seinni undanúrslitum þann 25. febrúar eru eftirfarandi:
Óbyggðir / Terrified
Flytjandi: Kristín Sesselja
Lag: Kristín Sesselja Einarsdóttir, Tiril Beisland og Vetle Sigmundstad
Íslenskur texti: Kristín Sesselja Einarsdóttir og Guðrún Helga Jónasdóttir
Enskur texti: Kristín Sesselja Einarsdóttir og Tiril Beisland
OK
Flytjandi: Langi Seli og Skuggarnir
Lag: Langi Seli, Jón Skuggi og Erik Qvick
Texti: Langi Seli og Jón Skuggi
Ég styð þína braut / Together we grow
Flytjendur: Silja Rós & Kjalar
Lag: Silja Rós og Rasmus Olsen
Íslenskur texti: Silja Rós
Enskur texti: Silja Rós og Rasmus Olsen
Betri maður / Impossible
Flytjandi: Úlfar
Lag: Rob Price og Úlfar Viktor Björnsson
Íslenskur texti: Elín Sif Hall
Enskur texti: Rob Price
Gleyma þér og dansa / Dancing Lonely
Flytjandi: Sigga Ózk
Lag: Klara Elias, Alma Goodman, David Mørup og James Gladius Wong
Íslenskur texti: Klara Elias og Alma Goodman
Enskur texti: Klara Elias og Alma Goodman og David Mørup