43 einstaklingar lágu á sjúkrahúsi í gær með Covid-19. Átta voru á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hafa mest verið 15 manns í öndunarvél á sama tíma vegna Covid. Það var frá miðjum apríl fram í miðjan maí í fyrra.

Mánuðina á eftir fækkaði svo sjúklingum í öndunarvél, þar til um miðjan ágúst þegar á bilinu þrír til fimm voru í öndunarvél til 25. ágúst.Í nóvember fjölgaði svo aftur þeim sem þurftu á öndunarvél að halda vegna Covid, en frá því í lok desember hafa verið á bilinu þrír til átta í öndunarvél á hverjum degi.

Í gær var 9.671 einstaklingur í einangrun með Covid-19 á Íslandi, yfir ellefu þúsund manns voru í sóttkví. Sólarhringinn á undan greindust 1.133 smit innanlands, tæp 50 þeirra sem greindust jákvæð voru í sóttkví við greiningu.