Forstjórar Volkswagen, BMW og Daimler héldu neyðarfund með Merkel í gær, samkvæmt fréttablaðinu Handelsblatt. Munu umræðurnar aðallega hafa snúist um mögulegar leiðir til varnar smiti þegar verksmiðjurnar fara aftur í gang. Forstjóri VW Group, Herbert Diess sagði í síðustu viku að bílaiðnaðurinn myndi þurfa að segja upp starfsfólki mjög fljótlega. Þessi mikil bílarisi hefur þurft að horfa uppá tap á um tveimur milljörðum evra á viku vegna faraldurins. Að sögn Handelsblatt er þörf á samevrópsku átaki til að endurræsa bílaiðnaðinn í álfunni. Um 800.000 starfsmenn vinna við bílaverksmiðjur um allt Þýskaland og 300.000 í viðbót á birgjum, sem eru í sérstaklega mikilli hættu, með möguleika á alvarlegum afleiðingum fyrir iðnaðinn í heild sinni.
Frá verksmiðju Volkswagen í Wolfsburg á síðasta ári.
Angela Merkel Þýskalandskanslari og forstjórar þýskra bílafyrirtækja eru að leita leiða til að koma bílaiðnaði landsins í gang aftur, segir í frétt hjá Automotive News. Eru áhyggjur af því að sum minni fyrirtæki í greininni muni annars ekki þola tapið sem að COVID-19 faraldurinn veldur.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir