Bílar

Mercedes Maybach jeppi kemur á næsta ári

Mercedes Benz telur að stór markaður sé nú fyrir lúxusjeppa og mun Maybach jeppinn keppa við sífjölgandi lúxusjeppa eins og Bentley Bentayga, Lamborghini Urus, Rolls Royce Cullinan, Porsche Cayenne Turbo og fleiri ofurjeppa.

Mercedes Benz GLS 63 AMG.

Mercedes Benz sendi frá sér myndir af tilvonandi jeppa sem meiningin er að kominn verði í framleiðslu og beri Maybach merkið. Það þýðir að hann verður sannkallaður lúxusjeppi sem kosta mun skildinginn og á að höfða til sístækkandi hóps efnaðra kaupenda sem velja sér rándýra og ofurflotta jeppa. Þessi bíll verður byggður á GLS jeppa Benz og verður hann líklega með 48 volta mild hybrid kerfi. Bíllinn á að koma strax á markað á næsta ári og kosta í kringum 17 milljónir króna. 

Mercedes Benz hefur boðið Maybach útfærslu S-Class fólksbíls síns og hefur hann fengið mjög góðar viðtökur og selst vel. Í því ljósi telur Mercedes Benz að nógu stór markaður sé fyrir lúxusútgáfu af GLS jeppanum og mun hann keppa við sífjölgandi lúxusjeppa eins og Bentley Bentayga, Lamborghini Urus, Rolls Royce Cullinan, Porsche Cayenne Turbo og fleiri ofurjeppa sem allir virðast ætla að seljast vel. Líklega verður þessi Mercedes Maybach jeppi sýndur í nær endanlegu formi á bílasýningunni í Peking sem hefst seinna í þessum mánuði. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Meiri sala Citroën en minni hjá Peugeot

Bílar

Nýr BMW 7 með risagrilli

Bílar

Frönsk yfirvöld vilja Ghosn frá Renault

Auglýsing

Nýjast

Ekki langt í að fjöldi starfa verði úreltur

Lét greipar sópa í frí­höfninni: Með átta ilm­vatns­glös í töskunni

Vara við hríð og slæmri færð

Jensína orðin elst allra

66 látin eftir sprengingu í olíu­leiðslu

Þúsundir fylgdust með jarðarför borgarstjórans

Auglýsing