Innköllun bílana hefst nú þegar og eru tæplega milljín bílar innkallaðir á heimsvísu. Að sögn Mercedes er innköllunin vegna ryðmyndunar í höfuðdælu sem getur misst virkni sína sem aftur veldur minnkaðri bremsugetu. Bílarnir í innkölluninni er framleiddir milli 2004 og 2015. Að sögn Björns Inga Pálssonar hjá Öskju verður tilkynningu með leiðbeiningum send til HMS (áður Neytendastofa) innan skammst. Þar verður farið yfir hvernig innkölluninni verður háttað. Einnig munu eigendur viðkomandi bifreiða fá póst eða tilkynningu símleiðis.