Að sögn Mercedes er mikið drægi bílsins ekki vegna þess að hann sé með stærri raf hlöðu, heldur sé hönnun bílsins þannig að verið sé að ná eins miklu drægi og hægt er með hefðbundinni rafhlöðu. Notast er við léttari efni við alla smíði bílsins og þá einnig í rafhlöðunni. Rafhlaðan er næstum 100 kWst og er 50% minni um sig en í EQS, til að mynda. Einnig er hún 30% léttari, sem hefur sitt að segja þegar kemur að drægi og er rafhlaðan aðeins 495 kg. Er hún hönnuð í samstarfi við AMG F1, mótorsportdeild Mercedes. Var markmiðið að ná 10 km á hverja kílówattstund úr raf hlöðunni.

Að innan er háskerpu snertiskjár sem er 47,5 tommu breiður og nær hann yfir alla innréttinguna. MYNDIR/MERCEDES

Rafkerfi bílsins er meira en 900V og eigin þyngd hans er 1.750 kg og hestöf lin aðeins rúmlega 200, en ekki hafa verið gefnar upp f leiri tölur um bílinn að sinni. Þess vegna er kannski skiljanlegt að hröðun hans sé ekki gefin upp. Það sem hönnuðir Mercedes lögðu ofuráherslu á var að nýta rafmagnið sem best frá raf hlöðu að hjólum bílsins. Er nýtingin allt að 95% af orkunni, sem er þrefalt það sem gerist best í brunahreyfli. Spilar lág loftmótstaða bílsins miklu máli í því sambandi, en stuðull loftmótstöðu er aðeins 0,17Cd. Afturendi bílsins er aðeins mjórri og munar til dæmis 50 mm á breidd á milli hjóla. Sérstök „gardína“ í framstuðaranum sér um að minnka titring á lofti þegar það fer í gegnum framenda bílsins. Sólarsellur í þaki bílsins bæta 25 km við drægi bílsins að meðaltali.