Rafbíllinn verður fyrsti EQ bíllinn til að byggja á EVA undirvagninum en fimmti bíllinn með EQ í nafninu. EVA undirvagninn er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti, og gefur því meiri möguleika á innanrými en áður hefur sést að sögn framleiðandans. Bíllinn var frumsýndur í tilraunaútgáfu á bílasýningunni í Frankfurt í fyrra, en EQS er meðal annars ætlað að keppa við Jagúar XJ sem væntanlegur er á markað á næsta ári, sem og Tesla Model S og Porsche Taycan svo eitthvað sé nefnt.
Hér má sjá tölvugerða teikningu af AMG útfærslu Mercedes-Benz EQS.
Mercedes-Benz EQS er væntanlegur á markað árið 2022 og verður væntanlega flaggskip Mercedes-Benz merksins. Því verður vel við hæfi að bjóða uppá AMG útgáfu með tveimur rafmótorum og rúmlega 600 hestöflum að spila úr.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir