Bílar

Mercedes Benz X-Class með lengri palli

Núverandi gerð X-Class er með 1.587 mm löngum palli en bíllinn sem hér sést á mynd er með 1.788 mm palli og því hefur hann lengst um 20 sentimetra.

Mercedes Benz X-Class með lengri palli og öflugri V6 vél á leiðinni líka.

Stutt er síðan Mercedes Benz kynnti sinn fyrsta pallbíl, X-Class. Engu að síður virðist Mercedes Benz vera að vinna að breyttum slíkum bíl með stærri palli og þá grunar marga að sú útgáfa bílsins sé ætluð á Bandaríkjmarkað, en þar er X-Class ekki í boði nú. Núverandi gerð X-Class er með 1.587 mm löngum palli en bíllinn sem hér sést á mynd er með 1.788 mm palli og því hefur hann lengst um 20 sentimetra. Systurbíll X-Class er Nissan Navara og er hann í boði með jafn löngum palli og þessi lengri gerð X-Class og því virðist undirvagn bílsins gerður fyrir svo langan pall. Ekki er búist við því að neinar vélarbreytingar fylgi endilega stærri palli og bíllinn verði áfram í boði með 2,3 lítra dísilvél í tveimur útfærslum, 163 og 190 hestafla. 

Mercedes Benz kynnti engu að síður nýja vélargerð í X350d 4Matic á bílasýningunni í Genf, en þar fer 6 strokka vél sem skilar 258 hestöflum og 550 Nm togi. Með henni er X-Class aðeins 7,9 sekúndur í 100 km hraða og með 205 km hámarkshraða. Ef að Mercedes Benz setur X-Class á markað í Bandaríkjunum er ekki ósennilegt að þessi aflmeiri vél verði fyrir valinu svo bíllinn sé samkeppnishæfur gegn aflmiklum pallbílum sem þar eru í boði. Mercedes Benz ætlar að bjóða 6 strokka X-Class í Evrópu frá og með næsta sumri á verði frá 53.360 evrum. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Lækkun í áfengisviðmiði í akstri ekki fækkað slysum

Bílar

Trump segir að rafbílavæðing GM muni mislukkast

Bílar

Ný tækni minnkar mengun bílvéla um 80%

Auglýsing

Nýjast

Tekinn aftur á ríflega 130 á Reykjanesbraut

Lög­reglan leitaði að „Stúfi“ í Bú­staða­hverfi

Segja asbest í barnapúðri Johnson & Johnson

Tekinn á 132 með vélsleðakerru í eftirdragi

Kældi brennandi bíl með snjó

Glæ­ný Boeing-þota nauð­lendir í Íran

Auglýsing