Bíllinn var smíðaður af keppnisdeild Mercedes-Benz og er byggður á bíl sem vann tvo heimsmeistaratitla, en það var W 196 R sem Juan Manuel Fangio keppti á. Vélin í bílnum er stærri en í bíl Fangio eða 3 lítrar og skilar 302 hestöflum. Hámarkshraði bílsins er 290 km á klst og hann er aðeins 6,9 sekúndur í hundraðið sem þýddi að hann var einn öflugasti götubíll síns tíma. Þessi bíll var kallaður Rauður vegna innréttingar sinnar en hinn bíllinn Blár, en hann er enn á safni Mercedes í Stuttgart. Upphæðin sem fékkst fyrir bílinn mun verða notuð til að stofan námssjóð fyrir ungmenni í námi við umhverfisfræði þar sem lögð er áhersla á minnkandi losun kolefnis.