Má sjá tilvitnanir í aðra Mercedes eins og G-línu og SLS sportbílnum í þessum bíl. Rapparinn fékk meðal annars breytingafyrirtækið West Coast Customs til aðstoðar við hönnunina. Var hugmyndin með bílnum meðal annars að nota kynningu bílsins til að safna fé fyrir nemendur með áhuga á tæknimenntun, sem ekki hafa efni á henni. „Fyrir mörg borgarbörn er það að eiga Mercedes merki um framfarir og að viðkomandi hafi náð árangri. Ég hef náð markmiðum mínum og meira að segja komið með útgáfu af AMG-módeli. Ég snerti þó ekki vélina enda er það það sem AMG gerir best af öllum,“ sagði will.i.am. Öf lugasti GT-bíll Mercedes er 63 S sem skilar 630 hestöflum og 900 Nm togi, enda er um V8 vél að ræða með tveimur forþjöppum.