Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra segist vera sátt við á­kvörðun Sjálf­stæðis­flokksins um að skipa Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dóttur í em­bætti dóms­mála­ráð­herra. Um sé að ræða verk­efni sem takast þurfi á við og verði leyst. 

„Mér líst bara mjög vel á hana,“ sagði Katrín í sam­tali við fjöl­miðla, rétt áður en hún gekk inn á ríkis­ráðs­fund á Bessa­stöðum. „Ég held að Þór­dís muni bara valda þessu verk­efni vel, eins og öðrum verk­efnum sem hún hefur haldið utan um," sagði hún. 

Að­spurð sagðist hún ekki geta verið annað en sátt við að Þór­dís sé að­eins skipuð tíma­bundið í em­bættið, líkt og Bjarni Bene­dikts­son til­kynnti um klukkan 15 í dag. „Það er full­kom­lega eðli­legt ef Sjálf­stæðis­flokkurinn vill nýta tímann í ein­hverja upp­stokkun.“ 

Þá sagðist hún ekki geta svarað til um hvort Sig­ríður snúi aftur sem ráð­herra dóms­mála. „Eins og fram hefur komið þá segir hún af sér eða hættir eða stígur til hliðar, eða hvaða orð sem fólki finnst heppi­legast að nota," sagði hún og bætti við að mikil­vægast sé að stjórn­völd fái vinnu­frið og geti leitt málið til lykta með far­sælum hætti.