Sig­ríður Elín Ás­munds­dóttir lýsir á­takan­legu ein­elti sem tíu ára gamall sonur hennar Ólí­ver hefur orðið fyrir í skólanum sínum í Face­book færslu sem vakið hefur mikla at­hygli. Ólí­ver neyddist til að hætta í skólanum sínum vegna ein­eltisins og segist Sig­ríður með færslu sinni vilja opna um­ræðuna um ein­elti. Fréttablaðið fékk góðfúslegt leyfi til að segja sögu Ólívers.

Í færslunni lýsir Sig­ríður því meðal annars hvernig hún hefur oft þurft að sækja son sinn grátandi í skólann. Oft hafi hún auk þess þurft að sækja hann blóðugan í skólann eftir hnefa­högg sem hann hefur fengið í and­litið. Hún lýsir móðgunum sem sonur hans hefur reglu­lega þurft að sitja undir.

„Ég hef fengið ótal sím­töl frá elsku stráknum mínum þar sem hann er grátandi inni á klósetti í skólanum og biður mig að koma og sækja sig því strákarnir hafa hótað honum, hreytt í hann særandi at­huga­semdum eða lamið hann.“

Reynir allt til að byggja upp sjálfs­traustið

Sig­ríður segist í­trekað hafa reynt að stappa stálinu í son sinn. Hún bendi honum á að um­ræddum bekkjar­fé­lögum líði illa og láti það því bitna á honum.

„Ég þurrka tárin og reyni að halda aftur að mínum þegar hann segir mér að sér líði svo illa í skólanum að hann geti ekki hugsað, geti ekki lært og kvíði fyrir að mæta alla daga. Ég segi stráknum mínum að vera hug­rakkur, hann sé frá­bær, snillingur í hand­bolta og fót­bolta og með risa­stórt og fal­legt hjarta sem muni koma honum langt í lífinu. Ég reyni að gera allt sem ég get til að byggja upp sjálfs­traustið og „plástra” laskaða sálina,“ skrifar Sig­ríður.

Kvöld eitt hafi hún svo heyrt Ólí­ver tala við vin sinn sem býr úti á landi. „Ég legg við hlustir og þegar ég heyri barnið mitt segja ,,mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja” brestur hjartað mitt. Elsku strákurinn minn. Ég sem segi honum alltaf að vera bara sterkur, þetta muni lagast. Þarna áttaði ég mig á því hversu slæmt ein­eltið var orðið; þegar barn segist ekki vilja lifa lengur er ein­eltið orðið dauðans al­vara!“

Er alltaf með bolta

Sig­ríður segir son sinn ekki vilja valda for­eldrum sínum á­hyggjum. Hann vilji ekki að þeim líði illa af því að honum líði illa, eða vera til vand­ræða því þannig upp­lifi hann sig þannig í þeim hópnum sem hefur úti­lokað. Hún segir hópinn hafa dreift ýkju­sögum um hann, víðar en bara í skólanum, líka á fót­bolta­æfingum.

„Þar heyrir hann að hann sé klikkaður og geð­veikur, ég get enda­laust talið upp. Hann gafst upp á Stjörnunni og fór að æfa með FH, þar er hann mjög á­nægður. Einu sinni báðu nokkrir strákar úr bekknum hann að hitta sig í sundi, hann var glaður og dreif sig af stað en þegar hann kom ofan í laugina þóttust þeir ekki þekkja hann, svöruðu honum ekki þegar hann kallaði á þá.

„Af hverju fórstu ekki upp­úr?” spurði ég hann þegar hann kom heim klukku­tíma seinna og sagði mér hvernig var í sundi. ,,Ég var með boltann minn og lék mér bara sjálfur.” Þarna áttaði ég mig á því að á­stæðan fyrir því að hann er ALLTAF með bolta er ekki bara að vegna þess að hann elskar fót­bolta og hand­bolta, boltinn er öryggið hans, ef hann hefur hann getur hann alltaf leikið sér einn.“

Fögnuðu þegar Ólí­ver hætti

Þá segist Sig­ríður hafa viljað til­kynna ein­eltið form­lega svo á­kveðið ferli færi í gang til að reyna að stöðva það. Sonur hennar hafi lengst af ekki viljað það enda óttast að þá yrði allt verra. Hann yrði kallaður aumingi og grenju­skjóða.

„Ég fékk hann á endanum til að sam­þykkja það. Ólí­ver sagði samt við mig: „mamma þetta mun samt aldrei lagast, þeir geta ekki hætt að hata mig,“ skrifar Sig­ríður. Hún segir son sinn hafa verið búinn að missa vonina eftir lang­varandi niður­brot á sálinni.

„Ferlið fór í gang, rætt var við alla drengina og for­eldra þeirra, það átti að taka á þessu. En nei, þeir létu hann vera í nokkra daga og byrjuðu svo aftur af fullum þunga þar til sonur minn gat ekki meira. Hann kom heim og brotnaði niður; há­grét og sagðist aldrei vilja fara aftur í Sjá­lands­skóla. Ég gat ekki haldið á­fram að segja honum að þetta myndi lagast, hann hafði rétt fyrir sér, þetta lagaðist ekki. „Þeir geta ekki hætt að hata mig mamma.“

Hún segist hafa lofað syni sínum því að hann þyrfti aldrei aftur að mæta í skólann. Þau myndu finna handa honum góðan skóla.

„Honum var létt, mér var létt. Hann frétti svo frá vini sínum að þegar skóla­stjórinn hafi sagt bekknum að Ólí­ver væri hættur í skólanum vegna ein­eltis hafi sumir þeirra fagnað! Það segir allt um á­standið. Þol­endur ein­eltis þurfa allt­of oft að flýja skólann sinn, ger­endur halda á­fram í skólanum, þeir komast upp með að rústa sálum skóla­fé­laga sinna. Ein­elti má ekki vera tabú, það má ekki vera skömm að verða fyrir ein­elti. Opnum um­ræðuna, segjum frá og skilum skömminni til þeirra sem eiga hana.“

#Fokkeinelti ,,Hatar þú Ólíver?” ,,Já” ,,Hatar þú Ólíver?” ,,Já” … allir viðstaddir (10-11 ára bekkjarfélagar) sögðust...

Posted by Sigríður Elín Ásmundsdóttir on Thursday, 22 October 2020