Drífa Snæ­dal, fyrr­verandi for­seti ASÍ, segir Aðal­stein Leifs­son, ríkis­sátta­semjara, hafa farið út að ystu mörkum vinnu­lög­gjafarinnar með því að setja fram miðlunar­til­lögu í kjara­deilum Eflingar og Sam­taka at­vinnu­lífsins. Hún telur til­löguna vald­beitingu af hans hálfu.

„Það er vald­beiting gagn­vart launa­fólki og inn­grip inn í deilur sem hann er að beita núna. Þetta er vald­beiting af því þarna er, það sem ég tel, full­kom­lega lög­leg at­kvæða­greiðsla vinnandi fólks um hvort leggja eigi niður störf til að knýja á um kröfur,“ sagði Drífa í Silfrinu á RÚV fyrr í dag.

Vald­beitingin felist í því að það þurfi aukinn meiri­hluta til þess að hafna miðlunar­til­lögu ríkis­sátta­semjara. Til­lagan teljist sam­þykkt nema henni sé bein­línis hafnað.

„Þarna er ríkis­sátta­semjari líka að hafa skoðanir á því hvað er góður samningur og hvað er lé­legur samningur. Það er ekki hans hlut­verk að á­kveða það. Hann á að vera að miðla málum og hann á ekki að vera svona gerandi í deilum,“ sagði Drífa.

Drífa segir það hafa legið ljóst fyrir að þær breytingar sem Sam­tök at­vinnu­lífsins og stjórn­völd vilji gera á vinnu­lög­gjöfinni snúi að því að veita ríkis­sátta­semjara auknar heimildir. Drífa segist al­farið á móti slíkum heimildum.

„Ég hef ekki viljað það og verka­lýðs­hreyfingin hefur al­mennt verið á móti því að ríkis­sátta­semjari fái auknar heimildir til þess að fresta verk­föllum og slíkt. Það er vald­beiting gagn­vart launa­fólki og inn­grip í deilur,“ segir Drífa.

Drífa telur Sól­veigu Önnu ekki hafa farið vel með vald sitt. Þrátt fyrir það sé ekki rétt að stilla málum upp þannig að um tvær fylkingar sé að ræða, með eða á móti.

„Mér finnst hún ekki hafa farið vel með vald sitt, en það er ekki hægt að stilla hlutunum þannig upp að ef þú hyllir ekki Sól­veigu Önnu, þá sértu á móti lág­launa­konum eða verka­fólki eða réttindum fólks til að fara í verk­fall. Það er ó­um­deilt,“ segir Drífa.

„Ég gengst ekkert inn á þá hug­mynda­fræði, inn á slík skil­yrði og held að það sé ekki vinnandi fólki til fram­dráttar að stilla þessu upp með þeim hætti.“