„Flestir Pól­verjar sem eru á Ís­landi taka á móti reglum og bara gera allt sem þarf að gera til að reyna að vera ekki saman með Ís­lendingum til að koma í veg fyrir CO­VID,“ segir Agnieszka Nar­ki­ewicz-Czurylo, þjónustu­full­trúi hjá Lands­bankanum, hún tekur þó undir að Pól­verjar bú­settir hér á landi séu einn sá sam­fé­lags­hópur sem ferðist hvað mest til og frá landinu.

Frétta­blaðið greindi frá því í dag að sam­kvæmt fylgi­skjali með skýrslu Stjórnar­ráðsins um fyrir­komu­lag sótt­varna á landa­mærunum eru far­þegar með pólskt ríkis­fang stærsti hópurinn sem greinist já­kvæður með CO­VID-19 við landa­mæra­skimun. Hlut­fall ein­stak­linga með pólskt ríkis­fang sem greindust já­kvæðir í fyrri skimun á tíma­bilinu 20. ágúst til 20. nóvember var 2,22 prósent en hlut­fall ein­stak­linga með ís­lenskt ríkis­fang sem greindust já­kvæðir á sama tíma­bili var 0,61 prósent.

Agnieszka er mikil­vægur tengi­liður fyrir Pól­verja bú­setta hér á landi við ís­lenskt at­vinnu­líf í gegnum vinnu sína við Lands­bankann og hún er auk þess virkur með­limur í Face­book-hópnum Pól­verjar á Ís­landi þar sem hún fylgist vel með um­ræðunni. Hópurinn telur um 24.000 manns og Agnieszka segir ó­líkar skoðanir birtast innan hópsins eins og svo oft á sam­fé­lags­miðlum.

„Það var svo­lítið mikil reiði þegar komu reglur um að fólk skyldi fara á hótel þegar það kemur hingað. Það var ekkert mál að fara á hótel en það var svo­lítið vesen þegar að fólk þurfti að borga fyrir það. Og líka að það voru konur með börn sem voru pínu á móti að fara á hótel með krakka, kannski vantar bleyjur og föt og alls konar,“ segir Agnieszka og vísar þar til um­ræðunnar um sótt­varnar­hótel.

Hún segir marga Pól­verja hér á landi hafa upp­lifað for­dóma í kjöl­far um­mæla Kára Stefáns­sonar í Kast­ljósi í mars síðast­liðnum þess efnis að stór hluti þeirra ein­stak­linga sem koma sýktir hingað til lands komi frá Austur-Evrópu. Þá vísar hún til um­mæla á Face­book-hópnum þar sem pólsk kona sem er bú­sett hér á landi segist hafa orðið vitni að sam­tali vinnu­fé­laga sinna sem lýstu því yfir að Pól­verjar tryðu ekki á heims­far­aldurinn.

„Það er svo­lítið erfitt að bregðast við svona, af hverju Ís­lendingar hugsa að við trúum ekki [á CO­VID],“ segir Agnieszka.

Margar á­stæður fyrir tíðum ferða­lögum

Agnieszka segir það ekki koma sér á ó­vart að Pól­verjar séu stærsti sam­fé­lags­hópurinn sem greinist smitaður við landa­mæra­skimun enda séu tíðar flug­ferðir hingað til lands frá Pól­landi. Þá segir hún á­stæðurnar fyrir svo tíðum ferða­lögum vera marg­vís­legar.

„Það eru til dæmis þessir sem eru að vinna hér, verka­menn sem að hafa fjöl­skyldu þarna [í Pól­landi] og eru einir hér. Þeir ferðast sér­stak­lega svona um há­tíðir. Það er líka annar hópur, en þeir eru ekki að ferðast fram og til baka, þeir meira svona taka at­vinnu­leysis­bætur og færa þær til Pól­lands í þrjá mánuði til dæmis. Þeir eru ekki að ferðast mikið, þeir eru bara að fara einu sinni og flestir koma til baka eftir þrjá mánuði. Það eru svona reglur um hvernig er hægt að færa at­vinnu­leysis­bætur, fólk sem er at­vinnu­laust þau vilja ekki missa at­vinnu­leysis­bætur,“ segir Agnieszka.

Þá segir hún lítið vera um það að fólk ferðist til Pól­lands fyrir nokkurra daga frí því fæstir vilji eyða fríinu sínu í tveimur sótt­kvíum en hún þekki þó dæmi um það að fólk sem vinnur í vakta­vinnu og fær frí í lengri tíma, eins og til dæmis sjó­menn, taki fríið í heima­landinu. Einnig eru margir sem að ferðast til Pól­lands í erinda­gjörðum sem er ekki hægt að stunda í gegnum netið eða síma, til að mynda til að stunda banka­við­skipti eða til að sækja pappíra hjá opin­berum stofnunum.

Agnieszka segir reglur um sótt­kví vera tölu­vert strangari í Pól­landi heldur en hér á landi og bendir á að í Pól­landi hafi lög­reglan heimild til að heim­sækja fólk sem er í sótt­kví til að at­huga hvort það sé að fylgja reglum. Þá er hægt að sekta fólk fyrir sótt­kvíar­brot í Pól­landi um allt að 30.000 pólsk zloty sem jafn­gildir um einni milljón ís­lenskra króna og er tvö­falt hærri en hæsta mögu­lega sekt fyrir sótt­kvíar­brot hér á landi sem er 500.000 krónur. Agnieszka segir ýmsa Pól­verja á Ís­landi furða sig á því af hverju reglur um sótt­kví séu ekki hertar á Ís­landi til að fæla fólk frá sótt­kvíar­brotum.

Mér finnst flestir Pól­verjar halda reglur. Þau eru að passa sig og þau ætla að vera vel upp­lýst og eru að leita að upp­lýsingum og spyrja aðra.

Skortur á upp­lýsinga­gjöf stærsta vanda­málið

Að mati Agnieszku er stærsta vanda­málið þegar kemur að við­brögðum pólska sam­fé­lagsins við sótt­varnar­að­gerðum skortur á upp­lýsinga­gjöf. Á Co­vid.is má finna upp­lýsingar á pólsku varðandi fram­göngu far­aldursins og sótt­varnar­að­gerðir ríkis­stjórnarinnar en Agnieszka segir þær upp­lýsingar ekki vera upp­færðar nógu oft og stundum séu hrein­lega úr­eltar upp­lýsingar að finna á síðunni. Þetta valdi því að fólk reiði sig í stórum mæli á Face­book hópa og aðra ein­stak­linga fyrir upp­lýsingar.

„Mér finnst að þegar þessar reglur breytast þá er það ekki strax vel upp­lýst. Til dæmis leita margir sjálfir af upp­lýsingum á þessari síðu og þá er fólk að spyrja ‚Hvaða reglur eru núna? Má ég fara eða má ég gera svona?‘ Og stundum er fólk bara að lesa ein­hverjar gamlar upp­lýsingar eða kann ekki ís­lensku. Margir [Pól­verjar] eru á Ís­landi sem tala ekki vel ensku og ef það er bara á ensku þá hjálpar það ekki mikið,“ segir Agnieszka.

Þá bendir hún einnig á að fyrir fólk sem notar ekki netið að stað­aldri, eins og til dæmis eldra fólk, þá er nánast ó­mögu­legt að nálgast mikil­vægar upp­lýsingar á pólsku. Að mati Agnieszku mætti til dæmis bæta úr þessu með því að birta mikil­vægar fréttir og til­kynningar á pólsku í helstu dag­blöðum.

„Margir fá til dæmis Frétta­blaðið heim og mér finnst að það gæti verið bara ein blað­síða með góðum upp­lýsingum á pólsku um CO­VID eða ein­hver stór mál sem að Pól­verjar þurfa líka að vita. Mér finnst það. Ég meina við erum eitt­hvað 24 þúsund manns á Ís­landi og það er bara ekkert víst að við getum treyst á upp­lýsingar,“ segir Agnieszka.

Þórólfur segir upplýsingagjöf ekki ábótavant

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, var spurður út í upp­lýsinga­gjöf fyrir pólsku­mælandi fólk hér á landi á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag. Hann kannaðist ekki við það að upp­lýsinga­gjöfinni væri á­bóta­vant og sagði að al­manna­varnir hafi farið út í „gríðar­lega mikið átak“ við að reyna að miðla upp­lýsingum til pólska sam­fé­lagsins á Ís­landi.

Að­spurð um hvort það sé eitt­hvað sem hún vilji koma á fram­færi að lokum segir Agnieszka:

„Mér finnst flestir Pól­verjar halda reglur, það er bara svo­lítið svona. Þau eru að passa sig og þau ætla að vera vel upp­lýst og eru að leita að upp­lýsingum og spyrja aðra. En mér finnst að það ætti að vera hægt að finna ein­hverja betri leið til að upp­lýsa fólk“.