Mennta­skólinn við Hamra­hlíð var rýmdur síðast­liðinn fimmtu­dag vegna sprengju­hótunar sem barst skólanum í tölvu­pósti. Skólanum barst önnur sam­bæri­leg hótun á föstu­dag en lög­reglan taldi hana ekki gefa til­efni til að­gerða. Þetta kemur fram í viku­pistli sem rektor MH, Steinn Jóhanns­son, sendi starfs­mönnum skólans í tölvu­pósti í dag.

Efni hótunarinnar svipar til þeirrar fyrri

Runólfur Þór­halls­son, yfir­maður greiningar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra, staðfestir þetta og segir efni hótunarinnar hafa verið á svipuðum nótum og þeirrar fyrri en þær hafi þó báðar verið mjög ó­ljósar.

Runólfur segir engra nýrra upp­lýsinga að vænta um rann­sókn málsins á næstu dögum enda geti það tekið dá­góðan tíma að eiga í form­legum sam­skiptum við er­lendar stofnanir. Eins og áður hefur komið fram vinnur lög­reglan að rann­sókn málsins í sam­starfi við er­lendar lög­gæslu­stofnanir og einka­fyrir­tæki.