Mennta­mála­ráð­herra setti ó­lög­mæt skil­yrði í út­hlutunar­reglur Mennta­sjóðs, sem tak­markaði rétt nem­enda til náms­styrks. Mál­skots­nefnd Mennta­sjóðs náms­manna komst að þeirri niður­stöðu í tveimur málum þar sem nem­endur í MBA námi var mis­munað vegna ó­lög­mætra skil­yrða Mennta­sjóðs.

Í nýjum lögum um mennta­sjóð sem tóku í gildi þegar Co­vid far­aldurinn gekk yfir heims­byggðina, var bætt við ákvæði um þrjá­tíu prósent niður­felling á námslánum , eða svo kallaður náms­styrkur sem nám­smönnum stæði til boða að á­kveðnum skil­yrðum upp­fylltum.

Nemum í MBA námi var hins vegar neitað að náms­styrkurinn ætti við um náms­lán sem stæði þeim til boða, þar sem ekki væri um fullt nám að ræða með til­liti til eininga­fjölda. Sér til stuðnings vísaði stjórn Mennta­sjóðs á reglur sem settar voru af ráð­herra, að til þess að eiga rétt á náms­styrknum þyrftu nem­endur að vera í að minnsta kosti þrjá­tíu einingum á hverri önn, en MBA námið var að­eins 22.5 einingar á önn.

Mál­skots­nefnd mennta­sjóðs bárust tvær kvartanir frá MBA nemum sem var neitað um námsstyrkinn og var nefndin skýr þegar hún ó­gilti á­kvörðun stjórnar Mennta­sjóðs. Í úr­skurðinum sagði mál­skots­nefndin að um­rædd á­kvæði út­hlutunar­reglna gætu ekki vikið frá skýru orða­lagi laga Mennta­sjóðs um rétt nem­enda sem stunda láns­hæft hluta­nám til að öðlast náms­styrk.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir rak málið fyrir úrskurðarnefndinni.
Mynd/aðsend

„Mér finnst þetta mjög alvarlegt“

Svein­björg Birna Svein­björns­dóttir, lög­maður á Laga­stoð rak málið fyrir hönd nemendanna tveggja, en hún sagði að Mennta­sjóður hafi barist með kjafti og klóm fyrir á­kvörðun sinni að takmarka rétt MBA nema til námsstyrks.

„Ráð­herrar voru alltaf að aug­lýsa hvað þeir væru að gera vel fyrir náms­menn og að þeir ætluðu að veita náms­styrk til þeirra sem upp­fylla skil­yrðin. En þegar á hólminn var komið þá er verið að reyna koma sér undan þessu,“ segir Svein­björg. Hún segir að úr­skurður mál­skots­nefndarinnar muni hafa á­hrif á fjölda nem­enda í MBA námi og rétt þeirra til náms­lána.

„Er ráð­herra að sam­þykkja reglur sem eru ó­lög­mætar í eðli sínu og er þetta það sem bíður náms­manna, að þurfa að fá starfandi lands­réttar­lög­mann til þess að kafa ofan í heimildir Mennta­sjóðs til þess að setja reglur. Mér finnst þetta mjög al­var­legt,“ segir Svein­björg.

Hún segir að nú liggi fyrir að stjórn Mennta­sjóðs taki nýja á­kvörðun og væntan­lega sé það háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að leið­rétta út­hlutunar­reglurnar.