Starfsmaður á nærliggjandi skemmtistað við Shooters segir mennina sex, sem réðust á tvo dyraverði á staðnum, hafa læðst meðfram veggjum nálægra húsa áður en þeir réðust til atlögu. Aðalmeðferð í Shooters-málinu svonefnda hófst í morgun, þar sem þeir Artur Pawel Wisocki og Dawidc Kornacki eru ákærðir. 

Starfsmaðurinn sagðist fyrir dómi hafa verið fenginn til þess að koma á Shooters fyrr um kvöldið til þess að aðstoða dyraverðina við að vísa sexmenningunum á brott. Þeir hafi verið með dómaskap og læti, en eftir að þeir höfðu sig á brott kvaðst hann hayfa talið að málinu væri lokið og sneri aftur til starfa á öðrum skemmtistað. 

Stuttu síðar segist hann hafa séð hópinn labba eftir veggjum „uppi með hetturnar“ og ráðast á dyraverðina á Shooters. „Ég sé þetta gerast og sé að þeir eru frekar margir og ég hleyp niður á Austur til að sækja fleiri menn til að aðstoða,“ sagði hann og bætti við að hann hafi ekki hafa treyst sér einn gegn hópnum en á þeim tíma hafi mennirnir verið að reyna að þvinga sér leið inn á skemmtistaðinn.

Sjá einnig: Baðst undan á­horfi: „Heimsku­legasta sem ég hef gert“

Sagðist hann hafa séð hvernig atburðarrásinni var að ljúka en lýsti því hvernig hann sá dyravörðinn, sem bar vitni í morgun, verjast höggum mannanna. „Þá er einn strákur sem er að vinna þarna með eitthverja þrjá þarna og þeir eru að reyna að ná honum, að reyna að kýla hann og þá komum við.“

Í kjölfarið höfðu mennirnir sig svo á brott og vitnið sagðist hafa farið hinum megin við húsið þar sem hann sá dyravörðinn, sem lamaðist fyrir neðan mitti eftir árásina, liggja með fæturnar á tröppum skemmtistaðarins. „Hann liggur á maganum og getur ekki hreyft sig.“ Sagði hann manninn hafa ítrekað beðið þá um að færa fæturnar á sér úr stiganum, jafnvel eftir að þeir voru búnir að því. „Þá er hann enn að öskra á okkur að færa lappirnar á sér því hann fann greinilega ekki fyrir því.“

Sjá einnig: Fylgdist með manni í Armani-bol elta dyra­vörðinn uppi

Var í uppnámi og hræddur á bráðamóttöku

Þá bar einnig vitni vakthafandi læknir sem var á bráðamóttökunni umrætt kvöld. Sagði hann dyravörðinn hafa verið vakandi og skýran er hann kom á bráðamóttöku Landspítalans í ágúst í fyrra en kvartað undan verkjum. Læknirinn sagði manninn hafa rætt við þá og verið í miklu uppnámi og hræddur. Gat hann hvorki hreyft hendur né fætur og var með áverka víða, t.d. á höfði. 

Gerð var taugaskoðun á honum og hreyfði hann hvorki útlimi né svaraði sársauka. Var hann með slæmt brot í fimmta hálshryggjarlið, sem er fyrir neðan miðjan háls. 

Sagði hann starfsfólk og dyraverði skemmtistaðarins hafa komið illa fram við sig og félaga sína og það hafi verið upphafið af þeirri atburðarrás sem fjallað hefur verið um. Helsta ágreiningsmálið sneri að því hvort Artur hefði hrint dyraverðinum harkalega með fyrrnefndum afleiðingum, en neitaði hann því fyrir dómi og sagðist allt eins ætlað að „grípa hann.“

Árásin hafði miklar afleiðingar

Dawid Kornacki er einnig ákærður fyrir hættulega líkamsárás umrætt kvöld. Fyrir dómi í dag játaði hann árásina í megin atriðum en neitaði að hafa veitt dyraverðinum hnefahögg í andlit. Um er að ræða seinni árásina af tveimur, en Artur er ákærður fyrir fyrri árásina.

Sjá einnig: Á erfitt með svefn og árásin áfall

Annar dyravarðanna bar vitni fyrir dómi í morgun og sagði árásina hafa haft miklar afleiðingar. Sagði hann það hafa verið mikið áfall að sjá vin sinn og samstarfsmann liggja stórslasaðan á gólfinu eftir aðför Arturs gegn honum. Sagði hann þá tvo vera mikla vini og sá sem lamaðist væri honum sem bróðir.  

Hlé gert á þinghaldi

Hlé var gert á þinghaldi upp úr hádegi þar sem dómari, sækjandi, verjandi og réttargæslumaður fóru á Landspítalann þar sem skýrsla var tekin af dyraverðinum sem liggur þar. Þetta þykir nokkuð óvenjulegt, en þinghald hófst á ný klukkan 14. 

Sjá einnig: Neitar að árásin hafi verið með yfirlögðu ráði

Starfsmaður nærliggjandi skemmtistaðar, sem bar vitni í héraðsdómi í dag, segist hafa séð hóp manna læðast meðfram veggjum í áttina að skemmtistaðnum Shooters þar sem fyrrnefnd atburðarrás átti sér stað. Segist hann hafa verið fenginn til þess að koma á skemmtistaðinn fyrr um kvöldið til þess að aðstoða dyraverði skemmtistaðarins að vísa hópnum á brott. Segir hann mennina hafa veirð með dónaskap og læti, en eftir að þeir höfðu sig á brott kvaðst hann hafa talið að málinu væri lokið og sneri aftur til starfa á öðrum skemmtistað.

Segir mennina hafa laumast með hetturnar uppi 

Stuttu síðar segist hann hafa séð hópinn labba eftir veggjum „uppi með hetturnar“ og ráðast á dyraverðina á Shooters. „Ég sé þetta gerast og sé að þeir eru frekar margir og ég hleyp niður á Austur til að sækja fleiri menn til að aðstoða,“ segist hann ekki hafa treyst sér einn gegn hópnum en á þeim tíma hafi mennirnir verið að reyna að þvinga sér leið inn á skemmtistaðinn.

Segist hann hafa séð hvernig atburðarrásinni var að ljúka en lýsir því hvernig hann sá dyravörðinn, sem bar vitni í morgun verjast höggum mannanna. „Þá er einn strákur sem er að vinna þarna með eitthverja þrjá þarna og þeir eru að reyna ða ná honum, að reyna ða kýla hann og þá komum við.“

Í kjölfarið höfðu mennirnir sig svo á brott og vitnið sagðist hafa farið hinu megin við húsið þar sem hann sá dyravörðinn, sem í kjölfarið lamaðist fyrir neðan mitti, liggja með fæturnar í tröppum skemmtistaðarins. „Hann liggur á maganum og getur ekki hreyft sig,“ segir hann manninn hafa ítrekað beðið þá um að færa fæturnar á sér úr stiganum, jafnvel eftir að þeir voru búnir að því. „Þá er hann enn að öskra á okkur að færa lappirnar á sér því hann fann greinilega ekki fyrir því.“

Sjá einnig: Fylgdist með manni í Armani-bol elta dyra­vörðinn uppi

Var í uppnámi og hræddur á bráðamóttöku

Þá bar einnig vitni vakthafandi læknir sem var á bráðamóttökunni umrætt kvöld. Segir hann dyravörðinn hafa verið vakandi og skýr er hann kom á bráðamóttöku Landspítalans í ágúst í fyrra en kvartað undan verkjum. Læknirinn sagði manninn hafa rætt við þá og verið í miklu uppnámi og hræddur. Gat hann hvorki hreyft hendur né fætur og var með áverka víða, t.d. á höfði. 

Gerð var taugaskoðun á honum og hreyfði hann hvorki útlimi né svaraði sársauka. Var hann með slæmt brot í fimmta hálshryggjarlið, sem er fyrir neðan miðjan háls.