Búið er að yfir­heyra mennina sem voru hand­teknir í tengslum við and­lát manns eftir að hafa fallið fram af svölum fjöl­býlis­húss í Úlfarsár­dal í Reykja­vík í gær. Málið er í rann­sókn en lög­regla veitir ekki frekari upp­lýsingar að svo stöddu.

Maðurinn var fluttur á Land­spítalann eftir að lög­reglu barst til­kynning um að hann hefði verið fallið fram af svölum laust eftir klukkan 14 í gær. Hann var úr­skurðaður látinn við komuna. Í fram­haldinu voru fimm menn hand­teknir í tengslum við rann­sókn málsins. Þeir eru allir er­lendir ríkis­borgarar.