Nýtt trúfélag, Menningarfélag gyðinga, hefur verið skráð í trúfélagsskráningu þjóðskrár og eru þar 38 meðlimir skráðir. Menningarsetur múslima hefur verið afskráð.

Nú eru skráð alls 53 trú- og lífsskoðunarfélög í þjóðskrá.Skráðum einstaklingum í þjóðkirkjunni fækkaði um 94 frá 1. desember á síðasta ári þar til þann 1. október síðastliðinn. Nú eru 229.623 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna, sem er fjölmennasta trúfélag landsins.

Næstfjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með rétt rúmlega 14.700 skráða meðlimi og Fríkirkjan í Reykjavík með um tíu þúsund meðlimi.

Meðlimum í Siðmennt hefur fjölgað mest samkvæmt skráningum í trú- og lífsskoðunarfélög hjá Þjóðskrá Íslands. Þeim fjölgaði um 334 meðlimi á tímabilinu frá 1. desember 2020 til 1. október 2021, á sama tímabili fjölgaði um 311 meðlimi í Ásatrúarfélaginu.

Mest fækkun var í félagi Zúista en þeim fækkaði um 225 meðlimi á umræddu tímabili.Vitund er það trúfélag sem hefur fæsta skráða meðlimi, þeir eru einungis þrír talsins. Í félagið Nýja Avalon eru skráðir fimm meðlimir.Í upphafi þessa mánaðar voru 4,6 prósent landsmanna skráð utan trúfélaga, eða rúmlega 29 þúsund manns.