Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra segir það verða að koma í ljós hvort skimunar­verk­efnið við landa­mærin haldi á­fram. Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar til­kynnti í dag að fyrir­tækið myndi ekki halda á­fram að taka þátt í verk­efninu eftir næsta mánu­dag. Katrín segist vonast til þess að heil­brigðis­yfir­völd geti á­fram leitað til Ís­lenskrar erfða­greiningar (ÍE), reynslu fyrir­tækisins og þekkingar, við skimunina. Hún mun funda með land­lækni, sótt­varnar­lækni og al­manna­vörnum í fyrra­málið til að fara yfir fram­haldið.

Óljóst hvað tekur við


„Það hefur legið fyrir frá upp­hafi að Ís­lensk erfða­greining gæti ekki tekið að sér þetta verk­efni til langs tíma,“ segir Katrín í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún segist sam­mála því sem Kári sagði í bréfi til hennar ný­lega að það sé nauð­syn­legt að byggja upp inn­viði heil­brigðis­kerfisins og al­menna þekkingu praktíska og vísinda­lega, innan þess á far­alds­fræðum.

Að­spurð hvort ekki sé ó­heppi­legt að al­manna­heill velti á á­kvörðunum eins einka­rekins fyrir­tækis segir hún: „Ég hef nefnt það sjálf í við­tölum víða að þetta er svona dæmi um hvernig sam­starf opin­berra aðila og einka­aðila getur virki­lega reynst far­sælt fyrir sam­fé­lagið. Það náttúru­lega liggur fyrir að við þurfum að byggja upp þessa þekkingu og að við getum ekki ætlast til þess að ÍE sinni þessu til ei­lífðar. Fram­lag þeirra hefur verið al­ger­lega ó­metan­legt.“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum 26. júní síðastliðinn.
Fréttablaðið/Valli

Hvað muni taka við eftir að ÍE dregur sig úr verk­efninu eftir næsta mánu­dag er nokkuð ó­ljóst. Katrín segir að það verði rætt á fundi með land­lækni, sótt­varnar­lækni og al­manna­vörnum í fyrra­málið. „Þau eru að sjálf­sögðu að fara yfir þessa stöðu núna. En það liggur nú alveg fyrir að þetta muni kalla á nýja nálgun í þessu,“ segir hún.

„Ég vil bara í­treka það að ég held að það væri mikil­vægt fyrir al­manna­heill ef við gætum á­fram leitað til ÍE. Eigi að síður þarf auð­vitað síðan að finna lang­tíma­lausn á þessu. Þau auð­vitað buðu sig fram í þetta en við verðum svo að byggja upp sjálf­bæra lausn til lengri tíma. Og það er auð­vitað hugsunin á bak við það að byggja upp þessa þekkingu með miklu öflugri hætti innan land­læknis­em­bættisins,“ segir hún og vísar þar í hug­mynd Kára um að stofna á Ís­landi Far­alds­fræði­stofnun undir land­læknis­em­bættinu.

Verk­efna­stjóri hefur verið fenginn til að greina hvernig megi best efla inn­viði kerfisins með slíkri stofnun. Honum hefur verið gert að skila til­lögum sínum til ríkis­stjórnarinnar eigi síðar en 15. septem­ber næst­komandi.

Kallar á nýja nálgun


Kemur til greina að hætta skimun við landa­mærin?

„Þetta er auð­vitað ein­stök lausn hjá okkur. Okkar leiðar­ljós í þessu hefur verið heil­brigðis­sjónar­mið. Skimun hefur reynst gríðar­lega mikil­vægt verk­efni til þessa. Við sjáum það auð­vitað að það hafa verið að greinast smit og það hefur þá verið unnt að bregðast við þeim með við­unandi hætti. Þannig ég held að hver sem lendingin verður þá þurfum við á­fram að hafa heil­brigðis­sjónar­mið fyrst og fremst að leiðar­ljósi,“ segir Katrín.

Að­spurð hvort búið sé að heyra í Ís­lenskri erfða­greiningu eftir til­kynningu Kára í dag um fram­haldið og hvort ríkið geti til dæmis fengið tæki lánuð hjá fyrir­tækinu til að auka af­kasta­getu við sýna­tökur segir hún: „Ég vænti þess að ég muni fara yfir þetta á morgun á fundi. Ég veit það að það hafa verið mjög mikil sam­skipti á milli land­læknis­em­bættisins og sótt­varnar­læknis og Ís­lenskrar erfða­greiningar. Við þurfum svo bara að sjá til hvert fram­haldið verður. En ég veit það að allir aðilar vilja bara finna far­sæla lausn fyrir al­manna­heill og ég hef fulla trú á að það verði.“

Hefurðu þá trú á að skimunar­verk­efnið gangi á­fram næstu vikur?

„Eins og ég segi menn verða bara að sjá til með það. Aug­ljós­lega kallar þetta allt á ein­hverja nýja nálgun. En ég held að leiðar­ljósið þurfi bara að vera skýrt og um leið og það er skýrt og heil­brigðis­sjónar­miðin verða í for­gangi þá munum við finna ein­hverja far­sæla lausn,“ segir for­sætis­ráð­herrann að lokum.