Mengun við strendur í kringum Ána­naust mælist nú yfir við­miðunar­mörkum en undan­farna viku hefur gróf­hreinsað skólp runnið út í sjóinn þar. Greint var frá því í síðustu viku að vegna bilunar yrði hrein­stöð frá­veitu Veitna við Ána­naust ó­starf­hæf í um þrjár vikur og að gróf­hreinsað skólp myndi á þeim tíma renna út í sjó.

Gróf­hreinsun felur í sér að allt rusl er fjar­lægt úr skólpinu og með því er komið í veg fyrir að það endi í fjörum.

Sam­kvæmt til­kynningu gengur við­gerð sam­kvæmt á­ætlun en skipta þurfti um trompet í dælunni.

Heil­brigðis­eftir­lit Reykja­víkur fylgist sér­stak­lega með á­standi strand­sjávar á meðan stöðin er ó­starf­hæf og tekur sýni sam­kvæmt á­ætlun og þróun mála. Einnig hafa Veitur fengið verk­fræði­stofuna Eflu í lið með sér til frekari sýna­töku. Niður­stöður rann­sóknanna eru birtar á vef Veitna en þær liggja yfir­leitt fyrir 2-3 sólar­hringum eftir að sýni eru tekin.

Veitur láta fylgjast með á­standinu í fjörunum á meðan á lokuninni stendur og hreinsa þær ef á þarf að halda og minna á í tilkynningu að klósett eru ekki rusla­fötur, í þau á ekkert að fara nema líkam­legur úr­gangur og klósett­pappír.