Al­­þjóða­heil­brigðis­­stofnunin (WHO) rann­sakar nú tengsl mengaðs hósta­safts við dauða yfir 300 barna. Börnin létust af völdum nýrna­bilunar og kallar stofnunin til tafar­lausra við­bragða vegna málsins. Sam­­kvæmt WHO er ,,ó­­á­­sættan­­legt magn‘‘ af eitur­efnum svo sem diet­hylene glýkól og et­hylene glýkól í hósta­saftinu en hósta­saft sex fyrir­­­tækja eru tengd and­látunum. 

Efnin geta valdið erfið­­leikum við þvag­lát, nýrna­skaða og dauða. Fyrsta til­­vikið var í júlí 2022 í Gambíu og í kjöl­farið komu til­­­felli frá Indónesíu og Úsbek­istan. Á mánu­­daginn síðast­liðinn til­­kynntu Sam­einuðu þjóðirnar að rann­­sókn vegna fleiri and­láta hefur víkkað til fjögurra landa, til Kambódíu, Filipps­eyja, Austur-Tím­or og Senegal.

UN hefur hvatt ríkis­­stjórnir og önnur al­­þjóð­­leg fyrir­­­tæki til þess að bæta eftir­­lit á lyfjum til þess að úti­­­loka gölluð lyf, en at­vikin hafa vakið at­hygli á því að eftir­­­fylgni sé á­bóta­­vant á al­­mennum lyfjum.

WHO hefur nú þegar gefið út sér­­stakar við­varanir vegna hósta­safts fram­­leitt af tveimur ind­verskum fyrir­­­tækjum, Mai­den Pharmaceuti­­cals og Marion Biot­ech í októ­ber 2022 sem og fyrr í þessum mánuði. Hefur stofnunin sagt að hósta­saftin þeirra séu tengd við and­lát í Gambíu og Úsbek­istan og beðið fólk um að hætta að nota þau. Báðum verk­­smiðjum hefur verið lokað en Mai­den sækist eftir því að opna aftur og neitar sök.

Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunin ætlar einnig að skoða að ráð­leggja fjöl­skyldum að endur­meta þörf þess að gefa börnum hósta­saft þar sem ó­ljóst er hvort neysla á þeim sé örugg

Frétt Reu­ters og til­kynning Al­þjóða­heil­brigðis­stofnunarinnar um málið.