Svo virðist vera sem á­kveðinn klofningur sé í innsta hring Donalds Trump vegna for­seta­kosninganna sem fram fóru í síðustu viku. Donald Trump hefur neitað að játa sig sigraðan og til­kynnti hann um helgina að kosninga­t­eymi hans myndi í dag hefja mála­ferli vegna talninga­ferilsins.

Heimildir CNN herma að skiptar skoðanir séu um þetta í innsta hring Trumps. Þannig eru bæði for­seta­frúin Melania Trump og Jar­ed Kus­hner, tengda­sonur Trump og einn helsti ráð­gjafi, sögð hafa ráð­lagt for­setanum að játa sig sigraðan.

Það eru þó ekki allir á því að Trump eigi að leggja árar í bát. Þannig herma heimildir CNN að synir for­setans, Donald Jr. og Eric, hafi hvatt hann til að halda á­fram og um leið hvatt hátt setta stuðnings­menn hans til að neita að viður­kenna úr­slit kosninganna.

Donald Trump sagði um helgina að kosningunum væri langt því frá lokið þó allir helstu fjöl­miðlar Banda­ríkjanna hefðu lýst Joe Biden sigur­vegara. „Ég mun ekki sitja ró­­legur fyrr en banda­ríska þjóðin fær þá heiðar­­legu talningu at­­kvæða sem hún á skilið og lýð­ræðið á skilið,“ sagði Trump um helgina.

Í frétt CNN kemur fram að for­setinn muni nú meðal annars reyna að færa sönnur á það að látnir ein­staklingar hafi greitt at­kvæði í kosningunum.