Sam­kvæmt útgönguspám úr seinni um­ferð frönsku þing­kosninganna er meiri­hluti þing­flokks Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seta, Ensemble, fallinn. Fyrir kosningarnar hafði flokkurinn 347 þing­sæti en fyrstu tölur segja að flokkurinn fái á bilinu 200 til 250 þing­sæti, 289 þarf til að mynda meiri­hluta.

Það lítur allt út fyrir að vinstri­banda­lag Mélenchon verði næst stærst á þinginu, útgönguspár segja að vinstri­banda­lagið fái 150 til 200 þing­sæti. Hægri­flokkur Le Pen á sögu­legan sigur eftir kosningar, flokkurinn hennar nær rúm­lega 80 sætum.

Þing­kosningar í Frakk­landi fara fram í tveimur um­ferðum. Fyrir­komu­lagið er þannig að kallað er til annarrar um­ferðar í hverju kjör­dæmi ef enginn fram­bjóðandi fær hreinan meiri­hluta, en í seinni um­ferð er kosið milli þeirra fram­bjóð­enda sem fengu minnst 12,5 prósent at­kvæða í þeirri fyrri. Sá fram­bjóðandi er kjörinn sem fær flest at­kvæði í seinni um­ferðinni, óháð því hvort hann fær hreinan meiri­hluta at­kvæða.