Trúnaðar­menn Eflingar hjá Reykja­víkur­borg sam­þykktu á mánudag á­lyktun þar sem skorað er á full­trúa meiri­hlutans að gera kjara­samninga við fé­lags­menn Eflingar. Lýstu þeir yfir stuðningi við þær til­lögur sem samninga­nefnd fé­lagsins hefur lagt fram og sögðu það vera á á­byrgð full­trúa meiri­hlutans að samið verði við fé­lags­menn Eflingar hjá borginni.

„Þú hefur sem kjörinn full­trúi verið valinn til stjórnar í borginni. Þú berð á­byrgð á kjörum okkar og vel­ferð. Við biðjum þig að axla þá á­byrgð,“ segir meðal annars í ályktuninni.

47 trúnaðar­menn sátu fundinn og var á­lyktunin sam­þykkt ein­róma. Segja þeir að fyrir liggi að fjár­hagur borgarinnar geti staðið undir kröfum samninga­nefndarinnar.

„Raun­hæf lausn byggð á þekktri fyrir­mynd hefur verið lögð fram af hálfu samninga­nefndar Eflingar. Við styðjum þá lausn og lýsum fullum stuðningi við þær leiðir til leið­réttingar sem samninga­nefnd Eflingar hefur lagt fram.“

Efling boðaði á mánu­daginn til verk­falla sem eiga að hefjast í febrúar. Var verk­falls­boðunin sam­þykkt með meira en níu­tíu prósent greiddra at­kvæða í kosningu fé­lags­manna.