Meiri­hluti lands­manna, eða 62 prósent, eru hlynnt því að þau sem hafi verið bólu­sett tvisvar og fengið örvunar­skammt sæti minni sótt­varnar­tak­mörkunum en aðrir.

Þetta kemur fram í nýjasta Þjóðar­púlsi Gallup. Þar kemur fram að 18 prósent eru and­víg því en 20 prósent eru hvorki hlynnt eða and­víg því.

Ekki er mikill munur eftir aldri en þau sem eru síst hlynnt því eru þau sem eru undir 30 ára. Ef litið er til þess hvaða flokk fólk kýs þá eru þau hlynntust hug­myndinni sem kjósa Sósíal­ista­flokkinn og þau minnst hrifin af því sem kjósa Mið­flokkinn, en þó vert að taka fram að 57 prósent kjós­enda flokksins eru hlynnt því.

Alls eru 76 prósent lands­manna full­bólu­sett og 113 þúsund hafa fengið örvunar­skammt. Nánar hér að neðan af vef co­vid.is.