Meiri­hluti þing­flokks Sjálf­stæðis­flokksins styður Bjarna Bene­dikts­son á­fram til for­mennsku í flokknum, að því er fram kemur íMorgun­blaðinu í dag.

Fimm til sex þing­menn, eins og því er lýst í Mogganum, hafa enn ekki lýst af­stöðu sinni. Flokkurinn á sau­tján menn á þingi.

Níu þing­menn sem svöruðu Mogganum styðja Bjarna á­fram. Það eru Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, Ás­laug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, Berg­lind Ósk Guð­munds­dótt­ir, Birg­ir Ár­manns­­son, Bryn­­dís Har­alds­dótt­ir, Guð­rún Haf­­steins­dótt­ir, Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, Jón Gunn­ars­­son og Óli Björn Kára­­son.

Þá segir enn­fremur í Mogganum að Dil­já Mist Einars­dóttir hafi ekki viljað gefa upp af­stöðu sína en var sjálf á stuðnings­manna­fundi hans í gær. Vil­hjálmur Árna­son vildi ekki gefa upp af­stöðu sína og þá náðist ekki í þá Ás­mund Frið­riks­son, Birgi Þórarins­son, Harald Bene­dikts­son og Njál Trausta Frið­berts­son.

Bjarni Bene­dikts­son sagðist í gær ekki sjá fyrir sér annað en að víkja fari það svo að Guð­laugur hafi af honum for­manns­em­bættið. Staða Guð­laugs sé hins­vegar annað mál.

„Staða Guð­laugs er svo bara allt annað mál. Ég hef ekki trú á öðru en að við getum unnið úr niður­­­stöðunni eftir þennan fund,“ segir Bjarni. Það liggi í hlutarins eðli að odd­viti Reykja­víkur þurfi að hafa sterka rödd við ríkis­­stjórnar­­borðið.