Komur á sjúkrahúsið Vog hafa verið 2.141 það sem af er ári. Þar af hafa 1.637 lagst inn, einhverjir þeirra oftar enn einu sinni. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu SÁÁ. Stór hluti þeirra sem þáðu meðferð á Vogi á árinu hafa áður verið þar í meðferð, en 600 nýir sjúklingar komu til meðferðar á árinu, frá öllum landshlutum.

Í fréttinni kemur einnig fram að 60 prósent skjólstæðinga SÁÁ eru 39 ára og yngri og að þriðjungur skjólstæðinga samtakanna eru konur. Í fréttinni kemur einnig fram að 631 er á biðlista eftir meðferð á Vogi.