Tillögu um það hvort meirihluti væri fyrir því að kjósa nýja forystu í umhverfis- og samgöngunefnd var vísað frá á fundi nefndarinnar í morgun. Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins var tals­vert upp­nám á fundinum vegna frá­vísunar til­lögunnar.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, kaus með tillögunni en hann rauk út í fússi tíu mínútum áður en fundi lauk. Í samtali við Fréttablaðið segist hann hafa spurt Bergþór hvort hann hygðist raunverulega ætla að sitja áfram sem formaður. Bergþór hafi sagst ætla að sinna skyldum sínum áfram. Björn hafi svarað á þá leið að með þessu ætti hann sjálfur erfitt með að sinna sínum skyldum og vísaði þar til Klaustursmálsins. Hann bætti við að nú færi málið til formanna þingflokka.

Frétta­blaðið greindi frá því á föstu­dag og hafði eftir Ara Trausta Guð­munds­syni, þing­manni Vinstri grænna, að Berg­þóri væri ekki stætt og færi meiri­hluti nefndarinnar fram á að hann myndi víkja eftir Klausturs­málið marg­um­talaða.

Fréttin hefur verið upp­færð.