Ein stærsta rann­sókn sem fram­kvæmd hefur verið um til­finningar kvenna eftir að hafa farið í þungunar­rof hefur komist að því að flestar konur finna til léttis eftir að­gerðina og sjái ekki eftir á­kvörðun sinni, jafn­vel þrátt fyrir að þær hafi verið í vafa fyrir þungunar­rofið og haft á­hyggjur af for­dómum.

Frétta­stofa CNN fjallar um rann­sóknina sem kom út í tíma­riti Social Science & Medicine á sunnu­daginn síðast­liðinn en undan­farna tvo ára­tugi hafa rann­sak­endur gefið til kynna að lík­legt sé að konur muni sjá eftir því að fara í þungunar­rof.

Aðeins 6% kvenna upplifa neikvæðar tilfinningar í kjölfar þungunnarrofs

Rann­sóknar­teymið komst að því að að­eins 6% kvenna upp­lifa nei­kvæðar til­finningar gagn­vart þungunar­rofinu fimm árum eftir að það var fram­kvæmt, á meðan 84% kvenna upp­lifðu já­kvæðar til­finningar eða engar til­finningar yfir­höfuð.

Rúm­lega helmingur þeirra kvenna sem tóku þátt í rann­sókninni sögðu að á­kvörðunin um að láta rjúfa með­göngu hafi verið mjög erfið, 27% kvenna sagði að á­kvörðunin hefði verið nokkuð erfið en um 46% kvenna sagði á­kvörðunina ekki hafa verið erfiða. Um 70% sögðu að þær hefðu verið hræddar við for­dóma en viður­kenndu þó að þær hefðu haft meiri á­hyggjur af því að upp­lifa eftir­sjá, reiði eða sorg í kjöl­far þungunar­rofsins. Þá sögðu þær að með tímanum hefðu þessar til­finningar dvínað og stundum verið horfnar að­eins ári eftir þungunar­rofið.

Sú til­finning sem trónaði á toppinum í kjöl­far þungunar­rofs var léttir. Konurnar lýstu því yfir að það væri sú til­finning sem þær upp­lifðu hvað mest þegar þær voru spurðar út í að­gerðina.

Segja niðurstöðuna afsanna gamla mýtu

Um eitt þúsund konur tóku þátt í rann­sókninni og var talað við þær ellefu sinnum á fimm ára tíma­bili. Rann­sóknin var fram­kvæmd í tuttugu og einu ríki í Banda­ríkjunum og rætt var við konurnar fyrst að­eins viku eftir að­gerð og svo á sex mánaða fresti í kjöl­farið.

Teymið sem fram­kvæmdi rann­sóknina segja niður­stöður hennar afsanna þá mýtu sem lengi hefur verið við lýði og segir lík­legt að konur upp­lifi eftir­sjá í kjöl­far þungunar­rofs.

„Allt það sem sagt hefur verið um það að nei­kvæðar til­finningar kvenna gagn­vart þungunar­rofi muni aukast þegar tíminn líður án nokkurra sannana, það er skýrt að það er bara ekki satt,“ sagði einn rann­sak­endanna, Corrinne Roc­ca, sótt­varna­læknir og lektor á fæðingar- kven­sjúk­dóma- og æxlunar­deild há­skólans í Suður Kali­forníu.

Roc­ca sagði að niður­stöðurnar er varða létti kvenna gagn­vart þungunar­rofinu hafi komið sér á ó­vart.

„Maður hefðu haldið, að það að finna til léttis væri skamm­líf til­finning sem hyrfi eftir nokkrar vikur, en sú til­finning dvínaði ekki eins og hinar til­finningarnar sem þessar konur upp­lifðu. Léttirinn hélst stöðugur,“ sagði hún.