Lang­f­lestir kjós­endur allra stjórn­­mála­­flokka í landinu vilja að Ís­land gerist aðili að samningi Sam­einuðu þjóðanna (SÞ) um bann við kjarn­orku­vopnum. Meiri­hluti kjós­enda allra flokka vill það líka þrátt fyrir að það hefði í för með sér að Ís­land kynni að verða fyrir þrýstingi frá Banda­­ríkjunum um að gera það ekki. Þetta er á meðal niðurstaðna úr könnun sem gerð var hér á landi á vegum alþjóðasamtakanna International Campa­ign to Abolish Nuc­­lear Wea­pons (ICAN). Niðurstöðurnar má sjá myndrænt hér neðst í fréttinni.

Samningur SÞ um bann við kjarn­orku­vopnum var sam­þykktur af 122 af 193 aðildar­ríkjum SÞ árið 2017 en í októ­ber í fyrra höfðu 50 ríki full­­gilt hann og tók hann því gildi þann 22. janúar síðast­liðinn. Ís­land er ekki aðili að samningnum en það virðist vera vegna aðildar landsins að At­lants­hafs­bandalinu (NATO). Ekkert ríki í NATO hefur skrifað undir samninginn.

Utan­ríkis­ráðu­neytið sagði í janúar við Frétta­blaðið að á­stæða þess að ís­lensk stjórn­völd hafi ekki stutt við gerð samningsins sé sú að þau telji raun­hæfara að nýta samninginn um bann við út­breiðslu kjarna­vopna til að stefna að kjarn­orku­lausri ver­öld.

Ís­land er eitt tólf stofn­­ríkja hernaðar­banda­lagsins NATO. Síðan hafa á­tján ríki til við­bótar gengið í banda­lagið og eru þau nú þrjá­tíu talsins.
Fréttablaðið/Getty

ICAN fram­­kvæmdi skoðana­kannanir í nokkrum aðildar­­ríkjum NATO í Vestur-Evrópu þar sem af­­staða al­­mennings til sátt­­málans var könnuð. Ís­­lendingar fara þar fremstir í flokki þeirra sem vilja að heima­landið gangi að samningnum. Þannig svöruðu 83% ís­­lenskra svar­enda því játandi að þeir vildu að Ís­land gerðist aðili að samningnum. Þrjú prósent svöruðu neitandi og rúm 10% sögðust ó­­viss. 751 svöruðu könnuninni.

Þetta er meiri stuðningur við samninginn en hjá öllum öðrum ríkjum þar sem könnunin var gerð. Til að mynda vildu að­eins 72% Ítala gerast aðili að samningnum, 71% Þjóð­verja og 66% svar­enda í Belgíu og Hollandi.

Sam­­kvæmt ICAN má nú finna rúm­­lega þrettán þúsund kjarna­vopn í vopna­búrum þeirra níu ríkja sem búa yfir slíkum vopnum og 32 ríki styðja við notkun þeirra, þar á meðal Ís­land.
Fréttablaðið/Getty

Mesta andstaðan meðal kjósenda Miðflokks


Í könnuninni var einnig spurt út í stuðning við stjórn­­mála­­flokka en í nýjasta tölu­blaði Dag­fara birtist af­­staða kjós­enda hvers flokks fyrir sig til samningsins. Þó er vert að at­huga að þegar farið er að skipta 751 svar­anda niður í svo litla hópa dregur veru­­lega úr mark­­tækni þeirra smæstu og ber því að taka tölunum á bak við smæstu stjórn­­mála­­flokkanna með fyrir­­vara um það.

Mestur var stuðningur við samninginn meðal kjós­enda Sam­­fylkingar, Vinstri grænna, Við­reisnar, Fram­­sóknar­­flokks, Sósíal­ista­­flokksins og Mið­­flokksins. Þar var stuðningurinn á bilinu 84-95%. Meðal Sjálf­­stæðis­manna var stuðningurinn 75% en 70% kjós­enda Flokks fólksins vilja að Ís­land gerist aðili að samningnum. Það eru þó ein­hverjar ó­­­mark­tækustu niður­­­stöðurnar, vegna þess hve fáir svar­enda könnunarinnar sögðust vera kjós­endur flokksins.

And­­staða við samninginn er afar lítil en hjá öllum flokkum var hlut­­fallið á bilinu 0-8% nema hjá Mið­­flokki þar sem 13% sögðust mót­­fallnir því að Ís­land tæki þátt í sam­komu­laginu.

Þrýstingur Bandaríkjanna hefði ekki áhrif á meirihluta Sjálfstæðismanna


Þá vekur sér­­s­taka at­hygli að meiri­hluti ís­­lenskra kjós­enda telur ó­­þarft að fylgja öðrum NATO ríkjum í þessu máli. Eftir að þátt­tak­endur höfðu verið spurðir hvort þeir vildu að Ís­land gerðist aðili að samningnum var borin upp önnur spurning, um hvort þeir vildu að Ís­land gerðist aðili að samningnum þrátt fyrir að það kynni að hafa í för með sér þrýsting frá Banda­­ríkjunum um að gera það ekki.

Mynd frá 1972 þegar kjarn­orku­sprengja var sprengd í Mururoa í Frakk­landi í til­rauna­skyni.
Fréttablaðið/Getty

Sú spurning skilaði ná­­lega sömu niður­­­stöðum hjá kjós­endum Sam­­fylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Sósíal­ista­­flokksins en ó­­á­­kveðnum fjölgaði nokkuð í hópi kjós­enda Við­reisnar. Stuðningur Fram­­sóknar­manna, Mið­­flokks­manna, kjós­enda Flokks fólksins og Sjálf­­stæðis­­flokksins fór þó nokkuð niður við þessa spurningu. Samt sem áður vildi meiri­hluti kjós­enda Sjálf­­stæðis­­flokks, 57%, að Ís­land gerðist aðili að samningnum þrátt fyrir að það kynni að vera gert í óþökk Banda­­ríkja­manna.

Hér fyrir neðan má sjá svör kjós­enda hvers flokks fyrir sig við báðum spurningum og þannig hvernig af­­staðan breytist þegar þrýstingur Banda­­ríkja­manna er tekinn með í reikninginn. Þessar niður­­­stöður birtust í nýjasta tölu­blaði Dag­fara, sem er gefið út af Sam­tökum hernaðar­and­­stæðinga.